Er hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur raunhæfur möguleiki?

433

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög áhugaverðan fund næstkomandi laugardag, þann 19. september, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Framsögumaður á þessum fundi er Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri.

Erindi hans mun bera yfirskriftina: „Er hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur raunhæfur möguleiki?“

Stjórn hvetur alla til að mæta á þennan fund. Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Stjórn þakkar góðar viðtökur félagsmanna vegna útsendingar félagsgjalda, hvetur alla sem hafa tök á að greiða sitt gjald, félagsgjöldin eru forsenda þeirrar starfsemi sem félagið rekur.

Og við minnum á landsfund sem haldinn verður dagana 23. til 25. október n.k. Nánari upplýsingar um skráningu verða sendar til félagsmanna. Áhugasamir geta alltaf sett sig í samband við formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, Ragnheiði Dagsdóttir. Sími er 898-8530 og netfang er: ragnheidur.dagsdottir@capacent.is.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi