Laugardagsfundur 11. febrúar

324
Gestur okkar á næsta laugardagsfundi verður Þórður Gunnarsson hagfræðingur.
Þórður hefur starfað á fjölmiðlum, á fjármálamarkaði og við greiningar á hrávörumörkuðum.

Hann mun fjalla um verðlagsþróun á heimsvísu í kjölfar falls Sovétríkjanna og hnattvæðingar, hvernig birgðakeðjur hrávara hafa riðlast í kjölfar Úkraínustríðsins og hvaða áhrif það kann að hafa. Auk þess að reyna að svara spurningunni hvort seðlabankar heimsins hafi raunverulega gert eitthvað gagn síðustu 30 ár.

Fundurinn fer fram laugardaginn 11. febrúar kl. 10:00, í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs, Hlíðasmára 19

Kaffi og bakkelsi á staðnum að vana.

Allir velkomnir.