Ábyrg efnahagsstjórn – græn orkubylting – lægri skattar!

447

Á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn laugardag var ítarleg stjórnmálaályktun samþykkt. Þar koma fram kosningaáherslur flokksins.

Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins

 • Ábyrg efnahagsstjórn – forsenda þess að lífskjör á Íslandi haldi áfram að batna.
 • Græn orkubylting – Ísland taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku.
 • Öflugra og fjölbreyttara atvinnulíf – lægri álögur, einfaldara regluverk og hvatar til nýsköpunar.
 • Lægri skattar – í þágu heimila og fyrirtækja.
 • Frjáls alþjóðaviðskipti – höldum áfram að opna markaði um allan heim fyrir íslenskum útflutningi.
 • Stafrænt Ísland – betri þjónusta, hraðari afgreiðsla, auðveldara aðgengi og einfaldara líf.
 • Tryggingakerfi eldri borgara endurskoðað frá grunni og frítekjumark atvinnutekna hækkað strax í 200 þúsund krónur á mánuði.
 • Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja – styrkja fjárhagslegt sjálfstæði og auka möguleika til atvinnuþátttöku.
 • Stafræn bylting í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
 • Réttur til heilbrigðisþjónustu tryggður – ný þjónustutrygging setji fólk í fyrsta sæti.
 • Aukin fjölbreytni í menntakerfinu – til að halda í við öra þróun samfélags og þarfir atvinnulífs.
 • Nútímalegar, greiðar og öruggar samgöngur um allt land – uppbygging öflugri innviða með valfrelsi og fjölbreytni að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Sjálfstæðisflokksins, HÉR