fbpx

Áherslur okkar

Góður Rekstur!

Fjárhagsstaða Kópavogs er sterk og þannig verður það áfram. Ábyrgur rekstur er forsenda þess að unnt sé að veita sveigjanlega og framúrskarandi þjónustu sem mætir þörfum íbúa. Við ætlum að stilla álögum á heimili og fyrirtæki í hóf og leita leiða til að lækka þær.

Við ætlum að standa vörð um traustan rekstur til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skilvirkur rekstur skapar rými fyrir lægri álögur á íbúa og aukið svigrúm til fjárfestinga í innviðum bæjarins. Við leitum sífellt leiða til að bæta þjónustu við íbúa. Forgangsröðun er nauðsynleg þegar takmörkuðum fjármunum íbúa er úthlutað til verkefna. Við viljum að Kópavogur sé leiðandi í stafrænni þróun og ætlum að fjárfesta í upplýsingatækni, mannauði og nýjum lausnum sem skila hagkvæmari og skilvirkari rekstri til lengri tíma litið. Slík fjárfesting felur í sér fjárhagslegan og samfélagslegan ávinning til lengri tíma.

  • Stafrænar lausnir tryggja betri yfirsýn yfir reksturinn og bæta nýtingu fjármuna. Við viljum spara Kópavogsbúum tíma og peninga.
  • Við ætlum að auka gagnsæi í rekstri og endurmeta markvisst fjárveitingar Kópavogs til ólíkra málaflokka með því að útvíkka verkefnið „Hvert fara peningarnir?“ í verkefnið „Hvað fáum við fyrir peningana?“ Þannig mælum við árangur, drögum úr sóun og sköpum rými til að lækka álögur.  
  • Það eru  tækifæri til að samþætta betur innkaup bæjarins með skýrum ramma og fastverðssamningum. Þannig náum við fram hagstæðari innkaupum og spörum fjármagn bæjarbúa.
  • Við ætlum að stilla álögum í hóf og lækka fasteignaskatta á íbúa og fyrirtæki.