Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins

402

Ágæti félagi, Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi boðar hér með til aðalfundar þann 6.febrúar næstkomandi.

Samkvæmt 9.gr. laga félagsins skal halda aðalfund eigi síðar en í febrúar ár hvert og til hans skal boða með minnst sjö daga fyrirvara.

Framboð til formanns og til stjórnar þurfa að berast á netfangið xdkop@xdkop.is minnst þrem dögum fyrir auglýstan aðalfundardag samkvæmt 35gr. d liðar skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.

Vinsamlegast athugið:
Samkvæmt 5.gr laga félagsins geta einungis fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélagins í Kópavogi sem greitt hafa félagsgjöld valist til trúnaðarstarfa; í stjórnir, ráð, nefndir, fulltrúaráð flokksins, eiga rétt á setu á landsfundi og að gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Staður og dagsetning: Fimmtudagurinn 6.febrúar, kl: 20:00, Hlíðasmára 19.

Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun árgjalds
5. Tilllögur að breytingum á lögum Sjálfstæðisfélags Kópavogs
6. Kosning formanns
7. Kosning stjórnar
8. Kosning endurskoðanda og skoðunarmanns
9. Kosning í fulltrúaráð og kjördæmisráð
10.Önnur mál

Kær kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi