Ályktun

303

Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs telur vinnubrögð og framkomu kjörbréfanefndar ámælisverða. Það er engin lagaheimild fyrir kjörbréfanefnd og starfsemi hennar í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Með vísan í skipulagsreglur flokksins, sbr. 9. gr. þeirra, þá er eina aðkoma miðstjórnar að útgáfu kjörbréfa á landsfund sú að afhenda bréfin til þeirra flokksmanna formenn flokksfélaganna hafa tilkynnt miðstjórn um að hafi verið kjörnir á fundin og uppfylli skilyrði um kjörgengi.
Niðurstaða kjörbréfanefndar er með öllu óásættanleg, þ.e. að vísa 20 kjörnum fulltrúum frá Landsfundi, kjörnum fulltrúum sem voru í góðri trú og höfðu lögmætar væntingar til að sitja landsfund, enda ekki haft neina aðkomu né vitneskju um hin upphaflegu mistök, greitt landsfundargjald og þegar fengið kjörbréf í hendurnar.
Félagið harmar að ekki hafi verið haldin opinn félagsfundur til að ákveða kjör landsfundarfulltrúa, líkt og reglur kveða á um, en fundinum var ekki sleppt í vondri trú né heldur var smalað á listann og sést það vel á því að félagið skilaði ekki einu sinni inn fullum lista til Valhallar. Eftir stendur þó að mistök stjórnarinnar eiga ekki að bitna á almennum félagsmönnum, sem réttilega máttu treysta því að þeir væru réttkjörnir á landsfund.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs