fbpx

Ásdís Kristjánsdóttir

fv. Aðstoðarframkvæmdastj. SA

Býður sig fram í 1. sæti

Ég vil leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi.

Kópavogur er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til að tryggja að svo verði áfram, með því að leggja áherslu á traustan fjárhag, framúrskarandi þjónustu og skýra framtíðarsýn fyrir alla bæjarbúa.  

Ábyrgur rekstur er forsenda þess að unnt sé að veita lipra, sveigjanlega og góða þjónustu en um leið verðum við að leita allra leiða til að stilla gjöldum og álögum á fólk og fyrirtæki í hóf.

Samgöngur skipta okkur öll máli. Ég vil bættar samgöngur fyrir fjölbreyttan lífstíl í takt við vaxandi bæ.

Skólar í Kópavogi eiga að vera í fremstu röð, á það legg ég ríka áherslu. Þá er mikilvægt að í bænum sé blómlegt og kröftugt menningar-, íþrótta- og tómstundastarf fyrir unga sem aldna.

Ég er bæði með hagfræði- og verkfræðimenntun og hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.

Ég hef í störfum mínum lagt ríka áherslu á ábyrgan og skilvirkan rekstur hins opinbera, þar með talið á sveitarstjórnarstiginu.

Ég er gift Agnari Tómasi Möller, verkfræðingi og saman eigum við þrjú börn. Ég hef tekið virkan þátt í foreldrafélagi barna minna auk þess sem ég hef setið í aðalstjórn HK síðastliðin 3 ár.

Ég býð fram reynslu mína, þekkingu og styrkleika til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og óska því eftir stuðningi í 1. sæti.

Ásdís Kristjánsdóttir

asdiskristjansdottir78@gmail.com