Auðlegðarskattur

525

Mér finnst það dæmigert af mörgum vinstrimönnum að kalla hlutina röngum nöfnum.  Eitt skýrt dæmi um þetta er svokallaður auðlegðarskattur.  Auðlegð þýðir….  Þetta er auðvitað bara gamli eignaskatturinn sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga.  Auðlegðarskatturinn er einhver ósanngjarnasta skattaheimtan nú um stundir og er þó af mörgum af taka.

Í ljós kemur að þriðjungur sem greiðir þennan skatt er 65 ára og eldri og hefur litlar tekjur þar sem fólk á þessum aldri er flest komið á eftirlaun.  Afnám eignarskattsins á sínum tíma var afar mikil kjarabót fyrir eldra fólk.  Hjá mörgum er eina leiðin til að standa skil á svokölluðum auðlegðarskatti er að selja eignir og þátt má vel taka undir það sem gárungar kalla þennan skatt eða eignaupptökuskatt.

Í upphafi átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn til þriggja ára en hann var lagður á í lok ársins 2009.  Nú hefur þessu verið breytt, skatturinn framlengdur um tvö ár til viðbótar og eignarmörkin sem miðað er við lækkuð að auki.

Það er sárt að sjá það að fólk sem hefur lagt allt sitt af mörkum með sínu ævistarfi, geti ekki fengið að vera í friði með sínar eignir fyrir ríkinu.  Ég hef rætt við fjölda eldra fólks sem hefur verulegar áhyggjur af framtíð sinni vegna þess að það á ekki fyrir þessum skatti.  Nú þarf það að raska öllum sínum högum, td. með því að selja ofan af sér til þess að geta borgað skattinn.

Ónýtt verðmæti

Það er í raun og veru alveg ótrúlegt að sjórnvöldum þeim sem nú sitja skuli ekki detta neitt annað í hug en að skattleggja landslýð.  Háir skattar eru vinnuletjandi og miða að því að gear alla fátækari.  Sjálfstæðisstefnan sem trúir á einstaklinginn og framtak hans og verðmætasköpun sem kemur þjóðfélaginu öllu til góða og að ríkinu sem haldið í skefjum og þar með eigi skattlagning að vera hófleg.  Og kæru landsmenn ekki gleyma því að ríkið er til fyrir einstaklinginn en einstaklingurinn ekki fyrir ríkið.  Þessi hefur því miður verið snúið á hvolf á Íslandi undanfarin misseri.

Mig langar að lokum að vekja athygli á íslenskri auðlind sem mér finnst vannýtt.  Það er þekking og reynsla eldri borgarar þessa lands.  Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir skóla lífsins.  Ég skil ekki af hverju við leitum ekki meira til þeirra sem eru eldri og reyndari með að ráða fram úr þeim vandmálum sem við erum að kljást við.  Á mörgum menningarsvæðum eru eldri borgarar alltaf kallaðir til þegar ráða þarf fram úr erfiðum verkefnum.

 65 ára og eldri með litlar tekjur stærstur hluti greiðenda

  • Þriðjungur þeirra sem greiða 65 ára og eldri
  • 2/3 greiðenda auðlegðarskatts eru með undir 5 milljónir króna í árslaun
  • Margir geta ekki greitt skattinn nema ganga á eignir

Afnám eignaskatts um miðjan síðasta áratug var talin mikil kjarabót fyrir aldraða. Ellilífeyrisþegar greiddu stóran hluta skattsins, en höfðu margir litlar tekjur til að standa undir greiðslu hans.

Í kjölfar efnahagshrunsins leitaði hið opinbera leiða til að auka tekjur sínar og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði. Nýr eignaskattur var í lok árs 2009 tekinn upp í formi auðlegðarskatts og var honum ætlað að vera stóreignaskattur á tekjuberandi eignir. Hann skyldi vera tímabundinn til þriggja ára og ná til þeirra sem helst höfðu hagnast á eignabólunni í aðdraganda hrunsins.

Nú hefur skatturinn verið hækkaður umtalsvert, honum framlengt um tvö ár til viðbótar og þau eignamörk sem miðað er við lækkuð. En hver er reynsla okkar af skattinum? Hverjir borga?

VÍB lét taka saman upplýsingar um auðlegðarskattinn sem leiða ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars kemur fram að ríflega þriðjungur greiðenda skattsins eru 65 ára og eldri og hafa margir þeirra úr tiltölulega litlum tekjum að moða. Eins og afnám eignaskattsins sáluga var mikil kjarabót fyrir marga ellilífeyrisþega bitnar auðlegðarskatturinn illa á ákveðnum hópi í þessum elsta aldursflokki.

Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 var auðlegðarskatti ætlað að auka tekjur ríkisins af vaxtagefandi eignum einstaklinga. Svo er ekki nema að hluta, enda er stór hluti eigna eldri borgara oft bundinn í húsnæði sem engar tekjur eru af. Því miður virðist því sem umtalsverður fjöldi greiðenda þessa nýja eignaskatts séu tekjulágir eldri borgarar með litlar tekjuberandi eignir.

Eignarýrnun vegna skatta vekur upp spurningar um sanngirni skattsins og hvort tala megi um eignaupptöku í því samhengi. Miðað við álagningu í fyrra greiddu yfir 400 íslenskir greiðendur auðlegðarskatts yfir 50% af sínum tekjum sem er tæplega fimmföldun frá árinu á undan. Fjöldi þeirra sem greiða yfir 100% tekna sinna í skatt hefur á sama tíma fjórfaldast.

En það er sama til hvaða úrræða verður gripið – niðurfærslu skulda, skattafslátt, lyklaleið – þá verður allt til einskis unnið ef ekki tekst að koma hjólum atvinnulífsins aftur á fulla ferð. Og það gerist ekki nema pólitískri óvissu verði eytt, fjárfestingar aukist og ný ríkisstjórn með skýra framtíðarsýn taki við völdum að loknum kosningum