Auglýsing eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

356

Samkvæmt ákvörðun fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi fer fram prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi við bæjarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Prófkjörið verður haldið 8. febrúar 2014.

Frambjóðendur í prófkjörinu skulu valdir þannig:

A. Gerð er tillaga til kjörnefndar fyrir 19. desember kl. 18.00. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en sex tillögum.

B. Tillagan skal borin fram á 20 flokksmönnum búsettum í Kópavogi. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum samkvæmt A – lið.

Hér með auglýsir kjörnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi eftir frambjóðendum til prófkjörs sbr. A lið hér að ofan. Skal framboðið bundið við flokks- bundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til framboðs í prófkjörinu. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 31. maí 2014. Tillögum að framboðum ber að skila ásamt mynd og stuttu æviágripi á tölvutæku formi til kjörnefndar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sem veiti þeim viðtöku í Sjálfstæðishúsinu Hlíðarsmára 19.

Allar nánar upplýsingar um prófkjörið veitir formaður kjörnefndar Bragi Michaelsson, bragimich@simnet.is.

Framboðsfrestur er til 19. desember 2013 kl 18.00.