Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2014

414

Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 31. maí 2014.

Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 5. apríl 2014.

Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga.

Innanríkisráðuneytið  21. febrúar 2014
http://www.kosning.is/sveitarstjornarkosningar-2014/ 

Hverjir mega kjósa?

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum, og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.

Helstu dagsetningar

5. apríl
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast hjá kjörstjórum innan lands og utan.

  • Innanríkisráðuneytið auglýsir atkvæðagreiðsluna.
  • Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.
  • Kjörstjóri (sýslumaður) á hverjum stað auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram.

10. maí
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá kjörstjórum innan lands má hefjast á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlaða, í fangelsum, og í heimahúsum fyrir kjósendur vegna sjúkdóma, fötlunar og barnsburðar.

  • Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þ.e. 27. maí.

10. maí
Framboðsfrestur rennur út.

  • Framboðum skal skila skriflega til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí.

10. maí
Viðmiðunardagur kjörskrár.[1]
Framboðsfrestur rennur út.

13. maí [2]
Yfirkjörstjórn hvers sveitarfélags auglýsir framkomin framboð.

16. maí
Innanríkisráðuneytið auglýsir, eigi síðar en þennan dag, í Ríkisútvarpi og dagblöðum framlagningu kjörskráa. Í auglýsingunni komi fram að þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá skuli senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn.

22. maí
Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað eigi síðar en þennan dag. Kjörskráin skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Leiðréttingar má gera á kjörskrá fram á kjördag.

31. maí
Kjördagur.


[1] Öllum er heimilt að gera athugasemdir fram á kjördag og er sveitarstjórn heimilt að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag.

[2] Ath. frestir til að gera athugasemdir við framboð geta verið tveir sólarhringar.