„Aukin verðmæta -sköpun í hefðbundum atvinnu greinum umfram aðrar þjóðir“

435

Jón Gunnarsson Kópavogsbúi er þingmaður Sjálfstæðis-flokksins og er varaformaður umhverfis- og samgönunefndar Alþingis. Hann var spurður hvort hann sem þingmaður Suðvesturkjördæmis og Kópavogsbúi væri sáttur við það að ekki sé gert ráð fyrir að Arnarnesvegur sé á samgönguáætlun Alþingis næstu fimm árin. ,,Ég er langt frá því sáttur við það og raunar er það sammerkt hvar maður fer um landið, alls staðar er óánægja með samgönguáætlunina. Það var fyrirséð, því væntingar voru mjög miklar á sama tíma og brýn þörf fyrir umbætur. Framlag til þessa málaflokks hefur verið aukið, eins og reynar allra málaflokka en það voru settir inn um 4 milljarðar króna á þessu ári og það er búið að ákveða í ríkisfjármálaáætlun að það verði 5,5 milljarðar króna á ári næstu þrjú árin, til viðbótar við þær hækkanir sem þegar hafa verið ákveðnar. Þrátt fyrir þessa viðbót eru vonbrigðin mikil enda er þörfin orðin mjög brýn um allt land. Við, nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, höfum farið með kynningu víða um land sem og á höfuðborgarsvæðinu um hvað megi fara betur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þetta er sex ára áætlun til viðbótar við samgönguáætlunina sem fjármögnuð yrði með afar hóflegri gjaldtöku. Þetta eru margar flýtiframkvæmdir á höfuðsamgönguleiðunum inn og út af höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Reykjanesbrautinni frá Kaplakrika allt suður að flug stöðinni. Við viljum sjá tvöföldun Suðurlands vegarins og nýja yfir Ölfusá við Selfoss og síðan fullnaðar frágang vegarins frá Mos fells bæ upp í Borgarnes með tvöföldun eða 2+1 vegi með mislægum gatna mótum, og ýmislegt fleira,“ segir Jón Gunnarsson.

Arnarnesvegurinn

,,Verkefni á höfuðborgarsvæðinu eru mörg mjög brýn. Í Kópavogi er það auðvitað Arnarnesvegurinn og mislæg gatnamót í Garðabæ á mótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar auk mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, og fullnaðarfrágangi Reykjanesbrutar frá Stekkjarbakka niður að Holtavegi. Það er afar brýnt að þessi aðal umferðarás gegnum höfuðborgina verði mun greiðfærari en nú er. Þetta er hluti af þeirri því verkefni sem fjármagnað yrði með hóflegri gjaldtöku umferðar inn og og út af höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni. Þetta byggir á þeirri vinnu og skýrslu sem ég lét vinna í Samgönguráðuneytinu í fyrra í minni tíð sem samgönguráðherra. Mér sýnist að þá sé að myndast þverpólitískur vilji á Alþingi um að ljúka samgönguáætlun með þessari grundvallar breytingu.Það er mikilvægt að það náist þverpólitísk samstaða um þennan mikilvægamálaflokk fyrir áramót. Ef þetta gengur eftir verður um að ræða meira en tvöföldun á fjármagni til nýframkvæmda,“ segir Jón Gunnarsson.

Útgjöld ríkisins hafa aukist mjög mikið til allra málaflokka en þrátt fyrir það er talað um það í þjóðfélaginu að það þurfi að gera betur á ýmsum sviðum. Útgjaldaaukningin er um 50 milljarðar króna milli ára. Verður því fjármagni vel varið?

,,Þjóðhagsspá um betri afkomu og hagvöxt hefur verið birt undanfarin ár. Nú fáum við frá greiningadeildum bankanna, Seðla bakanum og Hagstofunni, ábendinar um að að hag vöxtur muni dragast saman. Það er allt sem bendir til þess. Það sem hefur dregið hag vaxtar vagninn undan-farin ár er þessi mikla fjölgun ferða-manna milli ára. Nú dregur úr þessari fjölgun sem mun hægja á hagvextinum. Því þurfum við að fara að stilla okkur af í þessu útgjaldasvigrúmi sem við höfum verið í undan farin ár þótt mikil breyting hafi orðið til batnaðar í helstu tekju stofnum samfélagsins frá því að við byggðum nánast alla okkar afkomu á sjávarútveginum.“

Fjórða iðnbyltingin

Jón Gunnarsson segir að við séum nú á þröskuldi fjórðu inbyltingarinnar og stórtækra framfara og uppi eru áætlanir að efla tengingu Íslands við umheiminn, m.a. með sæstreng til gagnaflutninga en ekki raforkusæstreng. Við það munu skapast umtalsverð tækifæri í gagnaversiðnaðinum. Gagnaverin þurfa raforku og að þarf að fara að huga að því. Ísland hefur mikið af virkjanamöguleikum og þarna skapast tækifæri til að fara í mjög umhverfisvænan iðnað sem skapar mikil tækifæri fyrir ungu kynslóðina til að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Íslendingar þurfa að vera þátttakendur í að virkja þessi nýju tækifæri. Ný atvinnutækifæri byggjast meira og meira á auknum gagnaflutningum. ,,Það er afar mikilvægt að efla stöðu okkar á þessum markaði til að vera marktækir þátttakendur í þessum breytingum sem nú þegar eru að eiga sér stað og geta nýst allsstaðar á landinu. Það er hluti af byggðastefnu. Nú dregur Jón Gunnarsson alþingismaður. úr fjölda þeirra starfsmanna sem starfa við hinar hefðbundu atvinnugreinar, eins og við sjávarútveg og landbúnað, vegna aukinnar tæknivæðingar í þessum greinum. Þar eru í dag mun færri hendur sem skapa meiri verðmæti en áður var. Það þurfa þrjár grunnstoðir að vera í lagi í nútíma þjóðfélagi til að styðja við jákvæða efnahagsþróun í landinu. Það er samgöngukerfið, raforkukerfið ásamt fjarskiptum og háhraðatengingum þar sem Ísland er algjörlega sér á báti á heimsvísu. Það er stórkostlegt afrek að á árinu 2020 stefnir í það að nánast öll heimili í landinu verða tengd háhraðatengingu með ljósleiðara. Ekkert land í heiminum nálgast okkur í því en með því aukast tækifæri til enn frekari nýsköpunar sem eykur lífsgæði og hagvöxt.“

Þriðji orkupakkinn

Jón segir að nýting náttúruauðlinda landsins sé ávallt krefjandi og viðkvæm, og það sé alls ekki óeðlilegt því Ísland byggi afkomu sína á auðfæum landsins. Fiskveiðistjórnunarkerfið sé gott dæmi um skynsama nýtingu. Við séum með veiðigjöld á meðan aðrar þjóðir eru að styrkja sinn sjávarútveg á kostnað skattborgarana.. ,,Þar komum við að þessum orkupakka. Það var tekin ákvörðun um það fyrir nokkrum árum að Íslendingar væru þátttakendur í orkupakka Evrópusambandsins. Eftir á að hyggja má auðvitað spyrja þeirrar grundvallarspurningar af hverju verið var að stíga það skref, að vera þátttakendur í orkumarkaði Evrópusambandsins? Við erum eyland norður í Atlantshafi sem hefur enga tengingu við þennan orkumarkað en raforkuframleiðslan hér er ú mesta á mann sem þekkist. Okkar raforkumarkaður er auðvitað örmarkaður í þessu stóra samhengi og þar sem við eigum engin viðskipti við nágrannaþjóðir okkar á þessum vettvangi, hlýtur það að vera augljós spurning af hverju við vorum að fara í þessa vegferð?. Sáu þeir sem tóku þessa ákvörðun á sínum tíma þá þróun fyrir sem orðið hefur á essum sameiginlega markaði? Ég held að svo hafi ekki verið, næstu skref hafi mann ekki séð fyrir. En það er engin ógn samfara 3. orkupakkanum frekar en var við innleiðingu 1. og 2. orkupakkans. Hjá EFTA-nefndinni hefur innleiðing 3. okupakkans verið til umræðu. Noregur hefur samþykkt að innleiða hann innleitt hann og þrýstir á að við gerum síkt hið saman þar sem þetta tekur ekki gildi í EFTA-löndunum fyrr en öll ríkin, Ísland, Noregur og Lichtenstein, hafa samþykkt hann, Noregur með ákveðnum fyrirvara. Norðmenn eru þegar í ábatasömum viðskiptum við lönd á meginlandi Evrópu með sölu á raforku og því er þetta mál mikilvægt fyrir þá. Á fundi í EFTA-nefndinni spurði ég hvort það væri ástæða til að Ísland væri þátttakandi í þessum orkupakka. Ef Bretar samþykkja BREXIT samkomulagið og fara út úr Evrópusambandinu gæti þar skapast mögueiki fyrir okkur að selja þeim raforku, þvví þá stæði orkusamningurinn fyrir utan samninginn. Ég tel mikilvægt að við tökum upp viðræður við Evrópusambandið um þetta grundvallaratriði, hvaða fyrirvara við gætum hugsanlega fengið samþykkta,“ segir Jón Gunnarsson alþingismaður.