fbpx

Axel Þór Eysteinsson

Framkvæmdastjóri

Býður sig fram í 3 - 4. sæti

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 3-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogsbæ og þar með leggja mitt af mörkum til að skapa bæ þar sem þjónusta við íbúa og fjölskyldur er sett í forgang.

Íþróttir barna og unglinga, málefni fatlaðra, nýting upplýsingatækni í þjónustu við bæjarbúa og skilvirkur gagnsær rekstur bæjarfélagsins eru þeir málaflokkar sem ég brenn hvað helst fyrir. 

Ég er 42 ára Viðskipta- og Tölvurekstrarfræðingur BSc. frá University of Louisiana og hef  starfað hjá Microsoft á Íslandi síðustu 15 ár nú sem framkvæmdastjóri. Ég er giftur Hildi Gottskálksdóttur og eigum við fjórar dætur. Við höfum búið í Kópavogi síðan 2005. 

Kópavogsbær hefur vaxið gríðalega síðustu ár og tel ég að nú þurfi að leggja áherslu á innviði og þjónustu við íbúana sem hér búa. Sem faðir barna í fimleikum, fótbolta og sundi ásamt því að vera faðir barns með sérþarfir tel ég mig hafa reynslu og þekkingu fram að færa sem mun nýtast í þeim verkefnum sem við Sjálfstæðismenn í Kópavogi viljum standa fyrir á næstu fjórum árum. 

Á þessum forsendum óska ég eftir stuðningi í 3-4. sæti. 

axele@microsoft.com

Kynningarmyndband