fbpx

Bergur Þorri Benjamínsson

Starfsmaður þingflokks

Býður sig fram í 2. sæti

Ég er 43 ára Kópavogsbúi. Foreldrar mínir eru Benjamín Baldursson, bóndi og Hulda Magnea Jónsdóttir, handmenntakennari. En móðir mín er einmitt uppalin í Kópavoginum, dóttir hjónanna Helgu Helgadóttur og Jóns (í Bankanum) Sigurðssonar. 

Konan mín er Helga Magnúsdóttir, Mennta- og Menningarsérfræðingur hjá Sendiráði Bandaríkjanna og er í stjórn Félags Kvenna í Kópavogi. Við eigum samtals fjögur börn úr fyrri samböndum.   

Ég hef alla tíð verið félagslyndur maður. Ég var virkur í Sambandi Ungra Sjálfstæðismanna (SUS), hef tekið þátt í ýmsum störfum innan flokksins, verið formaður Velferðarnefndar og margt fleira. 

Ég hef margþætta reynslu að baki í mínum störfum. Má þar nefna ábyrgðarstöður í stjórnun félagasamtaka s.s. ÖBÍ og Sjálfsbjörg einnig í Fjörskylduráði í Hafnarfjarðarbær. Óhætt er þó að segja að réttindabarátta hefur átt hug minn allan. 

Kópavogur hefur verið vel rekið sveitarfélag og þar er gott að búa. Mikilvægt er að halda áfram vel á  taumunum og tryggja hagkvæman rekstur. Ég tel að hægt sé að gera ýmislegt til að einfalda og bæta lífið fyrir bæjarbúa. Mikilvægt að huga vel að þjónustu sveitarfélagsins, huga vel að umhverfi okkar, og styrkja undirstöður atvinnulífsins. Ég mun einnig beita mér fyrir bættum og öruggari samgöngum, auknum stuðningi við skólakerfið og kennara, og síðast en ekki síst brenn ég fyrir málefni öryrkja og aldraðra.

Mér hefur alltaf þótt vænt um Kópavoginn og lengi langað til að flytja þangað. Þegar við eiginkona mín vorum upphaflega að byrja okkar búskap leitaði ég lengi að íbúð í Kópavogi. Á þeim tíma var erfitt að finna húsnæði sem hentaði bæði aðgengisþörfum og fjölskyldustærð.. Við vorum því himinlifandi þegar við fundum loksins núverandi heimili. Það er því við hæfi að vitna í texta eftir afa Jón í Bankanum: “Ég er kominn heim!” 

Með fyrir fram þökk og bestu kveðju,   
Bergur Þorri Benjamínsson

bergur@bergurthorri.is

Kynningarmyndband