Farsæl framtíð og öflugt atvinnulíf undir forystu sjálfstæðismanna.

391

Búseta fólks ræðst af atvinnumöguleikum. Afkoma fólks ræðst af atvinnu. Þegar stjórnmálamenn eru spurðir hvað þeir ætla að gera fyrir heimilin í landinu verður fátt um svör hjá heiðvirðum stjórnmálamönnum, sem ekki lofa öllum öllu. Þeir sem lofa öllum öllu lofa engu nema verðbólgu. Allt sem stjórnmálamenn gera fyrir aðra er gert á kostnað annarra. Stjórnmálamenn gera ekki neitt fyrir neinn. Stjórnmálamenn geta skapað umhverfi fyrir farsæld heimila. Allar allsherjarlausnir stjórnmálamanna eru á kostnað kjósenda.

Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér grein fyrir þeim skuldvanda sem mörg heimili eiga við að stríða. Flöt lækkun verðtryggðra lána leysir engan vanda. Vandi þeirra em verst eru settir breytist ekkert. Og svo er spurning um forsendubrest. Það varð forsendubrestur í samfélaginu og allir urðu fyrir tjóni. Það er í meira lagi undarlegt að stjórnvöld skuli ekki hafa hugleitt skaðabótamál gegn hinum föllnu bönkum, þrotabúum þeirra og stjórnendum. Skaðinn varð vegna hegðunar þeirra á árunum frá 2003 til 2008.

Eina varanlega lausnin á skuldavanda heimilana er atvinna, öflugt atvinnulíf fyrir allar vinnufúsar hendur. Sá vandi sem fylgir hruni fjármálakerfisins verður ekki leystur með því að skattleggja enn frekar. Frekari skattlagningar leiða til enn frekari skattlagningar og enn meiri vanda fyrir heimilin. Flatur niðurskurður leiðir einungis til þess að viðhalda vandanum, með því að verðbólga heldur áfram að öðru óbreyttu.

Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja áherslu á eftirfarandi atriði:

  • Að leysa vanda þeirra sem verst eru settir vegna skuldavanda með sértækum leiðum. Þar er enn svigrúm og margt óleyst.
  • Að gera fólki kleyft að nota andvirði séreignarsparnaðar til þess að greiða af húsnæðislánum.
  • Að efla atvinnulíf til þess að hægt verði að lækka skatta. Fyrsta skrefið er að lækka tryggingagjald, sem á aldrei að vera hærra í prósentumen atvinnuleysi.

Samkeppnishæfni landsins er á sviði fiskveiða, orkufreks iðnaðar og ferðaþjónustu. Þjónusta við þessar greinar mun leiða nýsköpun og farasæla framtíð.