Fasteignagjöld í Kópavogi fylgja verðlagi

543

Grein eftir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra í Kópavogi

Umræða um fasteignagjöld hefur verið nokkur undanfarin misseri í kjölfar mikillar hækkunar á úsnæðisverði. Af henni má oft merkja að menn gefa sér að fasteignagjöld hafi tekið sömu hækkunum. Í Kópavogi er það alls ekki svo og hefur um árabil verið rekin sú stefna að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði fylgi verðlagi, það er að segja að hækkun þeirra haldist í hendur við breytingu á neysluverðsvísitölu. Fasteignamat hefur hækkað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu eins og fasteignaeigendur vita en Kópavogsbær hefur lagt herslu á það að fasteignagjöld fylgi ekki þeirri þróun, þó stundum sé öðru haldið fram.

Stefnan hjá Kópavogsbæ er að halda álögum hóflegum. Verkin eru látin tala. Við höfum við lækkað álagningarhlutfall fasteignagjalda á hverju frá ári 2013. Jafnframt hefur vatnsgjald og fráveitugjald verið lækkað með markvissum hætti en þau gjöld koma líka til lækkunar á atvinnuhúsnæði.Frá árinu 2012 hefur vísitala markaðsverðs fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 81% en 65% á einbýli samkvæmt Hagstofu Íslands. Þegar gjaldskrá fasteignagjalda Kópavogsbæjar á þessu tímabili er skoðuð í samhengi við vísitölu markaðsverðs á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að hækkun fasteignagjalda í Kópavogi í fjölbýli er 20% en 10% í sérbýli að meðaltali. Þessi hækkun er í samræmi við hækkun neysluvísitölu sem hækkaði um tæp 20% á tímabilinu frá janúar 2012 til janúar 2019. Þess má einnig geta að launavísitala hefur hækkað um 63% á tímabilinu. Að lokum er vert að árétta að stefna bæjaryfirvalda í Kópavogir er að sveitarfélagsins standi undir sér en skattar og gjöld séu hófleg. það er stefna sem kemur íbúum bæjarins best.


*

*Fasteignagjöld sem hér um ræðir samanstanda af fasteignaskatti, lóðaleigu, holræsagjaldi og vatnsgjaldi. Sorphirðugjöld eru undanþegin í þessum samanburði því þau eru reiknuð út frá reikningi fyrir sorphirðu og sorpeyðinu og heildarkostnaði dreift á tunnuígildi bæjarins.