Ágæta sjálfstæðisfólk.

Boðað er til fundar í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélagana í Kópavogi fimmtudaginn 18. nóvember kl 20:00.

Dagskrá fundarins:

  1. Val leiðar til vals á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir Sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí 2022.
    • Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um að haldið verði prófkjör.
  2. Val á kjörnefnd.
  3. Önnur mál.

Tillaga stjórnar Fulltrúaráðs:

Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi leggur til að farin verði prófkjörsleið við val á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir Sveitarstjórnarkosningar 2022.

Vegna samkomutakmarkana færist þessi fundur alfarið yfir á Zoom. Félögum í Fulltrúaráði verður sendur hlekkur inn á fundinn í pósti.