Guðmundur Gísli Geirdal

985

Guðmundur er uppalinn norður í Grímsey og þar sem að hann lærði snemma að vinna, fór barnungur á sjóinn og ólst upp við aðstæður sem í dag þættu bæði gamaldags og framandi.

Hann hefur einkum menntað sig starfa tengd sjómenskunni svo sem skipstjórna, vélstjórna og bátasmíða auk þess sem að hann nam rafvirkjun.

Guðmundur er 48 ára gamall og hefur búið í Kópavogi síðustu 18 ár og þaðan hefur hann gert út bátinn Gísla KÓ 10 sem oft hefur verið eini báturinn sem róið hefur frá Kópavogi. Hann er kvæntur Lindu Jörundsdóttir hárgreiðslumeista og saman eiga þau 5 börn. Þau hafa meðal annars rekið fiskbúð, fiskverkun og hárgreiðslustofu.

„Kópavogur er að mínu mati stórkostlegur bær og mig langar að fá að taka þátt í að gera hann enn betri. Ein af ástæðum þess að ég hef ákveðið að bjóða mig fram er sú að ég tel mig hafa ýmislegt jákvætt fram að færa til að mynda gengur mér vel að vinna með fólki og hef lag á að sætta ólík sjónarmið .Ég tel að þær persónur sem veljast til trúnaðarstarfa fyrir Kópavogsbæ megi ekki verða svo „stórar“ að málefnin og bæjarfélagið líði fyrir það.Mitt aðal áhugamál er uppeldi barnanna minna, svo sem mentunarmál og tómstundir og þar skipa íþróttir stóran sess.En til þess að það sé hægt þarf atvinnulífið að lifa og dafna og þess vegna þarf sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram öflugum lista í vor sem Kópavogsbúum hugnast að kjósa.“

„Ég hef síðustu ár setið fyrir Sjálfstæðisflokkinn í skipulagsnefnd og er einnig í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi. Sú stefna sem mörkuð hefur verið af núverandi meirihluta er í megin dráttum það sem ég tel að við eigum að hafa að leiðarljósi fyrir næstu kosningar, við erum að greiða niður skuldir og verðum í góðum málum fyrr en varir, en forsenda þess að okkur miði í rétta átt hér í Kópavogi er að sjálfsögðu sú að við séum einnig í meirihluta á landsvísu.“