Fyrsti fundur á morgun……. Laugardagurinn 6.

326

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Fyrsti fundur vetrarstarfs Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi er framundan. 

Hann verður haldinn á morgun, þann 6. september, kl. 10.00, í Hlíðarsmára 19.

Stuttar framsögur verða haldnar af tveimur ræðumönnum á þessum fundi.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri mun ræða helstu verkefni á sviði bæjarmála á komandi vetri.

Jón Gunnarsson, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, mun ræða upphaf þings og stóru málin þar í vetur.

Í upphafi fundar mun stjórn kynna dagskrá næstu vikna og í framhaldi framsagna verður orðið gefið laust til fundarmanna.

Stjórn þakkar góða mætingu á fundi síðasta vetrar og hvetur félagsmenn til að mæta vel í vetur.  

Gott kaffi og veitingar á staðnum, félagsmenn eru minntir á að greiða félagsgjöldin sem eru forsenda hinnar góðu starfsemi

Kveðja
Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi