fbpx

Áherslur okkar

Hvað getum við gert?

Það er margt sem við getum gert þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum og við ætlum að setja þau í forgang.

Umhverfisbyltingin er hafin. Við teljum umhverfismál mikilvæg og gerum kröfur um umhverfisvænar lausnir. Framtíðin er græn og felst í grænum iðnaði og aukinni áherslu á græna nýsköpun. Það er ekki í boði að sitja hjá, heldur verður Kópavogur að taka fullan þátt bæði hvað varðar íbúa bæjarins, fyrirtæki í bænum og stjórnsýsluna sjálfa.

  • Við ætlum að leggja áherslu á græn og sjálfbær hverfi. 
  • Við ætlum að taka þátt í orkuskiptunum af krafti og gera fyrirtækjum kleift að byggja upp hleðslustöðvar við leik- og grunnskóla, sundlaugar, menningarhús og íþróttamiðstöðvar – þar sem gestir og starfsfólk hlaða á daginn og íbúar í hverfinu á kvöldin.
  • Við viljum að Kópavogur stundi umhverfisvæn innkaup og við gerum kröfur til birgjanna okkar.
  • Við stefnum að því að Kópavogsbær verði pappírslaust sveitarfélag – fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi!
  • Við sjáum tækifæri til að stuðla að aukinni þátttöku deilihagkerfis. 
  • Farsæl samfélög eru leiðandi í að efla hringrásarhagkerfið með margvíslegum hætti. Við sjáum tækifæri til að endurvinna sorp enn frekar og búa til verðmæti úr því.
  • Við ætlum að laða til bæjarfélagsins fyrirtæki sem eru á umhverfisvænni vegferð.
  • Við viljum nota minna og nýta betur. Við ætlum að vera í fararbroddi og fá fleiri í lið með okkur. Með jákvæðu hugarfari gerum við Kópavog að skemmtilegustu grænferð samtímans.
  • Við ætlum að setja okkur loftslagsstefnu og innleiða hana með kraftmiklum hætti.