Grundvallarstefnumál og hugsjónir

386

Grundvallarstefnumál og hugsjónir Sjálfstæðisflokksins koma fram í sjálfstæðisstefnunni sem flokkurinn hefur fylgt frá upphafi. Sjálfstæðisstefnan er hvorki langorð né flókin heldur veitir hún leiðbeiningar um nokkur mikilvæg atriði sem er nauðsynlegt að taka mið af, vilji menn tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu. Hún gefur sig ekki út fyrir að vera nákvæm forskrift að fullkomnu ríki enda lifa slík fyrirmyndarríki sjaldnast sjálfstæðu lífi utan kennisetninga og fræðikerfa.

Þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks, Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi.
Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum.
Hins vegar sagði að flokkurinn ætlaði: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“
Þessi kjarnyrta stefnuyfirlýsing hefur fylgt flokknum allar götur síðan og verið hans leiðarljós. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er stefna flokksins í einstökum málaflokkum mótuð, eins og sjá má á öðrum stað á síðunni auk þess sem samþykkt er sérstök stjórnmálaályktun á hverjum landsfundi. Landsfundi flokksins sitja landsfundarfulltrúar, sem valdir eru af aðildarfélögum flokksins um land allt og hafa allir fulltrúar atkvæðisrétt á landsfundi varðandi stefnumótun og kjör í embætti flokksins.

Undanfarin 18 ár hafa orðið miklar breytingar í íslensku samfélagi, sem er nú orðið opnara og frjálsara en áður. Kjör almennings í landinu hafa batnað mikið á þessu tímabili, kaupmáttur aukist verulega og atvinnuleysi verið með því minnsta sem þekkist í heiminum. Þrátt fyrir að miklir erfiðleikar hafi fylgt falli bankakerfisins á Íslandi í október 2008, er sá árangur sem náðst hefur ekki til einskis.Á næstu misserum verður atvinnulífið byggt upp á nýjan leik og íslenska þjóðin mun koma sterkari út eftir á. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi tímabundið þurft að stíga inn í rekstur veigamikilla fyrirtækja er skýrt að mati Sjálfstæðisflokksins að slíkt sé ekki heillavænlegt til langframa og verður losað um eignarhald ríkisins aftur um leið og færi gefst.

Forysta Sjálfstæðisflokksins:
Formaður Sjálfstæðisflokksins: Bjarni Benediktsson
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Hanna Birna Kristjánsdóttir
Annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Kristján Þór Júlíusson
Formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna: Halldór Blöndal
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna: Davíð Þorláksson
Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna: Jarþrúður Ásmundsdóttir
Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins: Jón Ragnar Ríkarðsson
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: Jónmundur Guðmarsson

The Independence Party

The basic principles and ideals of the Independence Party can be seen in the independence policy that the party has followed since its inception. The independence policy is neither long-winded nor complex, but rather offers guidance on a few important points that are important to consider in order to guarantee liberty and progress in society. It does not attempt to be an accurate formula for a perfect state, since such exemplary states seldom live an independent life outside of doctrine and theoretical systems.

In 1929, when the Conservative Party and the Liberal Party merged under the banner of a new party, the Independence Party, two main principles were established to guide the party. On one hand, Iceland was to become independent under the right conditions as stated in the Danish-Icelandic Union Act. On the other hand, the party would: “implement an open-minded and nationalist reform policy on the basis of the freedom of the individual and freedom of employment, for the good of all classes.”

This concise policy statement has followed the party ever since and has served as its beacon. The Independence Party shapes its policies on individual subject areas at its national convention. A political resolution is passed at every national convention. Representatives, elected by the party’s local chapters, attend the national convention, and they have the right to vote on party positions and policy formulation.

Significant changes have taken place in Icelandic society over the past 18 years, and as a result Iceland is a more open society. People‘s living standards have improved greatly during this period, the purchasing power has increased considerably, and the unemployment rate has been one of the lowest in the world. Despite the immense difficulties caused by the banking crisis in Iceland in October 2008, the successes attained were not all for nothing.

In the coming months and years, the economy will be rebuilt and the Icelandic nation will emerge stronger. In spite of temporary state interventions in key companies, the Independence Party believes it is clear that this is not beneficial for the long term, and state ownership will be loosened again as soon as the opportunity arises.

The leadership of the Independence Party:

Chairman of the Independence Party: Bjarni Benediktsson
Deputy chairman of the Independence Party: Hanna Birna Kristjánsdóttir
Second deputy chairman of the Independence Party: Kristján Þór Júlíusson
Chairman of the Independence Party Senior Organization: Halldór Blöndal
Chairman of the Independence Party Youth Organization: Davíð Þorláksson
Chairman of the Independence Party National Women‘s Organization: Jarþrúður Ásmundsdóttir
Chairman of the Independence Party Labor Council: Tómas Hafliðason
Secretary General of the Independence Party: Jónmundur Guðmarsson