fbpx

Hanna Carla Jóhannsdóttir

Framkvæmdastjóri 

Býður sig fram í 5 - 6. sæti

Kæru Kópavogsbúar, ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og sækist þar eftir 5. til 6.sæti.

Ég hef búið í Kópavogi síðan 2006 og þekki þau miklu gæði sem fylgja búsetu hér. Við fjölskyldan höfum valið Kópavog sem okkar framtíðarheimili. Hér viljum við ala upp börnin og fá sem lengst að lifa og hrærast í þessu öfluga sveitarfélagi. Ég er íþróttafræðingur að mennt með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hef starfað innan íþróttahreyfingarinnar í um 17 ár. Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri hjá HK. Ég er 35 ára gömul fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Ég er gift Ólafi Víði Ólafssyni og saman eigum við þrjú börn.  

Ég brenn fyrir samfélag okkar og langar til þess að vera þátttakandi í áframhaldandi uppbyggingu í Kópavogi. Ég vil leggja mín lóð á vogaskálar enn betri byggðarlags og tryggja okkur samfélag sem hlúir vel að ungum sem öldnum.

Ég legg áherslu á þjónustu við íbúa og lýðheilsa í víðum skilningi þess orðs er mér ofarlega í huga.  Ég veit að við Kópavogsbúar höfum einstakt tækifæri til að skapa hér aðstæður sem ýta undir heilbrigða lífshætti.  Íþrótta- og æskulýðsmálin krefjast samræmdrar og þverfaglegrar nálgunar á samfélagslegum grunni sem nær til allra bæjarbúa. Í þeirri mikilvægu keðju sem okkar samfélagslega þjónusta er má hvergi vera veikan hlekk að finna. Kópavogur hefur allt til brunns að bera til að vera framúrskarandi bæjarfélag. 

Markmið mitt með þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er að vinna með góðum hópi að því að gera Kópavog að enn betri fjölskyldubæ með áherslu á lýðheilsumál og þjónustu.

Hanna Carla Jóhannsdóttir

hc8446424@gmail.com

Kynningarmyndband