fbpx

Hannes Steindórsson

Fasteignasali / framkvæmdastjóri

Býður sig fram í 4. sæti

Ég heiti Hannes Steindsórsson, fæddur 3. janúar 1978. Fæddur á Dalvík en flutti í Kópavog 12 ár gamall árið 1990. Hóf nám í Hjallaskóla og svo síðar Menntaskólanum í Kópavogi.  

Ég er stoltur Kópavogsbúi og hef búið víða innan bæjarmarkanna þ.m.t. Engihjallanum, Smárahverfi, Lindarhverfi og svo nú í Salahverfi. Ég bý í Þrymsölum 16 ásamt börnunum mínum þremur, Evu Nadíu 7 ára, Steindóri Erni 14 ára og Söru Nadíu 16 ára. Öll börnin hafa verið í leikskóla og skóla í Kópavogi ásamt því að hafa öll æft fótbolta og fimleika og þekki ég þá starfsemi nokkuð vel.   

Foreldrar mínir, Steindór Sigfússon múrari og Jóhanna Óskarsdóttir sjúkraliði, búa einnig í Kópavogi og eru bæði harðduglegt og heiðarlegt fólk. 

Ég myndi hvergi annarstaðar vilja búa en í Kópavogi og vill gera góðan bæ enn betri. 

Ég hef unnið hin ýmsu störf gegnum tíðina. Vann sem auglýsingastjóri á Skjáeinum frá árinu 2000-2004, þaðan fór ég svo uppá 365 (Sýn í dag) og tók þátt í uppbyggingu ýmissa miðla, hef unnið hjá DV og fleiri fjölmiðlum. 

Frá árinu 2005 hef ég starfað sem fasteignasali og geri enn og er menntaður löggiltur fasteignasali. 

Ég er rek og starfa sem framkvæmdastjóri á Lind fasteignasölu hef gert síðan 2013. Fyrirtækið samanstendur af 35 frábærum einstaklingum, sem margir búa í Kópavogi. 

Ég hjóla, skíða og hleyp í mínum frístundum og hreyfi mig mikið. 

Kópavogur er framarlega á mjög mörgum sviðum, svo sem leikskóla og skóla, uppbyggingu hverfa ofl. 

Framundan er mikil uppbygging í Kópavogi og þarf að halda vel á spöðunum og byggja íbúðir sem henta öllum.  

Ég er sannfærður um að kraftar mínir komi til með að nýtast Kópavogsbúum. 

Kærleikskveðja,
Hannes Steindórsson Kópavogsbúi. 

hannes@fastlind.is

Kynningarmyndband