Hvernig fóru þau að þessu ?

546

Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla frá samtökum iðnaðarinns, þar sem gerð var tilraun til að meta þörf
á viðhaldi þeirra mannvirkja sem eru í eigu ríkis og sveitarfélaga.
Margt í þessari skýrslu vakti áhuga minn og þá kankski einkum það að ég gerði mér grein fyrir hve dugleg
og framsýn þessi fámenna þjóð í þessu harðbýla landi hefur verið.
Auðvitað vitum við öll af þessum mannvirkjum en það er engu að síður magnað að sjá umfang þeirra
dregin saman í eina skýrslu, þetta er eiginlega saga þessarar þjóðar, allt frá vega- og hafnagerð til
lagningar rafmagns inn á hvert heimili ásamt byggingu 40 flugvalla. Já eða að háhraða nettengingu inná
hvert heimili landsins.
Þau verkfæri og tæki sem fólk hafði á fyrrihluta síðustu aldar voru ekki eins öflug og notuð eru í dag,samt
voru þetta árin sem stærstu sigrarnir voru unnir í hafnagerð og vegagerð.
Maður fyllist stollti og þakklæti við lestur skýrslunnar, fyrir því fólki sem bjó okkur svo vel í haginn að hér
eru lífsgæði með því besta sem gerist í heiminum. Þótt boðskapur skýrslunnar sé vissulega sá að brýna
okkur til verka hvað varðar viðhald á þessum mannvirkjum. Og hvatt til þess að auka við þau útgjöld
þegar dregur úr þennslu í einkageiranum, til sveiflujöfnunar.
En hvernig fóru þau að þessu? Hvernig gátum “við” lagt rafmagn um allt land og inná hvern bæ í
landinu? Jú það var gert með því að fá erlenda aðila til að koma hingað og reisa stórar orkufrekar
verksmiðjur (álver) sem kostuðu virkjanirnar og landsmenn njóta þess nú að búa við lægsta raforkuverð
í heimi.
Þessu megum við ekki gleyma þótt mörgum finnist komið nóg af stóriðju á landinu og ég er reyndar einn
af þeim.
Augljóst er af lestri skýrslunnar að átak þarf samt núna í raforkudreifingu, staðan er þannig t.d. fyrir
norðan og vestan að ekki er hægt að stofna fyrirtæki sem þurfa mikla orku á þessum stöðum, jafnvel
þótt orkan sé til í landinu og er þá samt alls ekki verið að tala um stóriðju. Samkvæmt Landsneti er
áætluð fjárþörf í dreifikerfið 60 milljarðar. En það er álíka upphæð og Landsvirkjun mun greiða til ríkisins
árlega í arð á nærstu árum.
Hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson hefur sett fram varðandi uppbyggingu vegakerfisins eru alls ekki
ólíkar því hvernig uppbyggingu raforku dreifingarinnar var háttað, þ.e.a.s. að láta þá erlendu gesti okkar
sem hér eru og verða væntanlega nærstu árin, hjálpa okkur að borga þann gríðarlega kostnað sem
liggur í vegaframkvæmdum,og þá kannski einkum til og frá höfuðborginni.
Þá er ég að sjálfsögðu að tala um vegagjöld svipuð og hafa heppnast ágætlega í Hvalfjarðargóngunum,
þess háttar gjaldtaka yrði þá með þannig sniði að ferð greidd með árspassa yrði tiltölulega ódýr, kannski
140-150 krónur, en fyrir stakar ferðir yrði greitt mun hærra gjald (svipað og í sundlaugunum).
Með þessu móti væri hægt að flýta þessum nauðsynlegu vegaframkvæmdum um nokkra áratugi.

Sú staðreynd vakti einnig athygli mína að vegakerfið sem er á höndum ríkisins er 13000 km en vegir í
eigu einkaaðila og sveitarfélaga eru 12000 km. Stærsti hluti þeirra er höndum sveitarfélaga. Þarna kom
sveitastjórnarmaðurinn upp í mér sem hugsaði “gjaldið sem lagt er á bílaeigendur í gegnum eldsneyti
rennur allt til ríkisins og þaðan til vegagerðarinnar. Af hverju ekki allra vega?” Þörfin er engu minni hjá
sveitarfélögunum. Þá gætum við borgað Arnarnesveginn sjálf, sem ríkið virðist ekki meta eins brýnan og
við.
Innan sveitarfélagana er gríðarleg þörf fyrir fjármuni og ekki síst í vegamálum, aukinn íbúafjöldi kallar á
nýjar lausnir á mörgum sviðum, t.d. varðandi stígagerð bæði fyrir gangandi og hjólandi. Þessa stíga þarf
líka að aðskilja. Í Kópavogi er mikið af hraðahindrunum, ég tel að betra væri að fjarlægja þær og taka upp
hraðamælingar með myndavélum í staðinn og beita sektum. Það mun fá mig til að aka á löglegum hraða
og örugglega flesta. Þess háttar breyting kostar stórfé en ef til vill má fjármagna eitthvað að því með
sektarfé.
Umhverfismál eru stærstu mál samtímans hér á landi eins og annarsstaðar. Í skýrslu samtaka
iðnaðarinns er farið yfir nokkra þætti umhverfismála svo sem mikilvægi þess að vernda vatnsbólinn
okkar sem eru ef til vill okkar stærsta auðlind. Og einnig er farið nokkuð yfir úrgangsmál og vellt upp
þeirri hugmynd hvort við gætum kannski hreinsað betur frá okkur skólpið og unnið úr þvi t.d. fosfór. Þá
þyrftum við ekki að flytja jafn mikið af áburði inn. Og að sjálfsögðu að hreinsa vel allt plast úr skólpinu
áður en það fer í hafið.
Eftir að hafa lesið þessa skýrslu og reyndar margt annað á síðu þessara ágætu samtaka þá finn ég hversu
samtvinnaðar allar greinar samtakanna eru Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans. Þess vegna er mér
fyrirmunað að skilja hvernin þessi samtök fá það út að skjólstæðingum þeirra sem eru jú allir landsmenn
sé betur borgið með stuðningi við einhvern annan flokk.
Við þurftum að horfa upp á það fyrir síðustu kosningar hér í Kópavogi að Samtök iðnaðarinns eyddu fé í
kosningaáróður sem hengdur var á strætóskýli í bænum og töluðu þar gegn þeim flokki sem alltaf hefur
reynst þeim best, Sjálfstæðisflokknum.
Nú líður senn að kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd á Íslandi á öllum uppgangstímum
lýðveldisinns, ég vona að okkur gangi vel að þessu sinni og hér verði áfram gott að búa.

Guðmundur Geirdal