Hugguleg stemmning með Ólafi Jóhanni Ólafssyni og Rut Guðnadóttur í beinni á Facebook.

591

Ólafur Jóhann Ólafsson les upp úr nýútkominni bók sinni, Snerting. Snerting er fjórtánda skáldsaga Ólafs, þar sem sögusviðið er bæði Reykjavík og Tokýó samtímans ásamt London á sjöunda áratugnum. Ólafur Jóhann er þekktur bæði sem farsæll rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner.

Rut Guðnadóttir hlaut nýverið íslensku barnabókaverðlaunin 2020 í flokki barna – og unglingabókmennta. Hún les upp úr sögunni Vampírur, vesen og annað tilfallandi.

Tvær skemmtilegar bækur sem henta vel í jólapakka bókaunnenda.

Rafrænn bókalestur í beinni útsendingu á Facebook síðu Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi næsta laugardag kl. 10:00!

Njótið þess að byrja góðan laugardag með Ólafi Jóhanni Ólafssyni og Rut Guðnadóttur.