Jón Gunnarsson

497

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 21. september 1956. Foreldrar: Gunnar Jónsson (fæddur 7. júní 1933, dáinn 31. ágúst 2014) rafvirkjameistari og Erla Dóróthea Magnúsdóttir (fædd 20. maí 1936, dáin 25. ágúst 1988) verslunarkona. Maki: Margrét Halla Ragnarsdóttir (fædd 16. ágúst 1956) verslunarkona. Foreldrar: Ragnar Benediktsson og Arndís Pálsdóttir. Börn: Gunnar Bergmann (1978), Arndís Erla (1982), Arnar Bogi (1992).

Próf frá málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík 1975. Próf í rekstrar- og viðskiptafræðum frá EHÍ 1996.

Bóndi að Barkarstöðum í Miðfirði 1981–1985. Yfirmaður auglýsinga- og áskriftadeildar Stöðvar 2 1986–1990. Markaðsstjóri Prentsmiðjunnar Odda 1991–1993. Rak ásamt eiginkonu sinni innflutningsfyritækið Rún ehf. 1994–2004. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005–2007. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.

Í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1982–1984. Formaður Flugbjörgunarsveitar Vestur-Húnavatnssýslu 1983–1985. Í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 1987–1991, formaður 1989–1991. Í stjórn Landsbjargar 1991–1999, varaformaður 1997–1999. Í landsstjórn aðgerðamála björgunarsveita 1992–1997. Formaður Sjávarnytja, félags áhugamanna um skynsamlega nýtingu sjávarafurða, síðan 1995. Í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1999–2005, formaður 2000–2005. Í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna 2002–2009. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi 2003–2008. Í stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi frá 2008.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017.

Félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009 og 2009–2010, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2011, viðskiptanefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2009, iðnaðarnefnd 2010–2011, atvinnuveganefnd 2011–2013 og 2013–2016 (formaður), allsherjar- og menntamálanefnd 2016, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2009, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2013–2016 (formaður), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–.