fbpx

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Bæjarfulltrúi

Býður sig fram í 1. sæti

Ég hef BA gráðu í Sálfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun og starfa sem skrifstofustjóri samhliða störfum bæjarfulltrúa.  

Ég á tvær dætur, þær Júlíu Vilborgu laganema 21 árs og Elísu Helgu framhaldsskólanema 16 ára.  

Ég óska eftir stuðningi í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars n.k. Undanfarin átta ár hef ég starfað sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs. Á þeim tíma hef ég tekið að mér ýmis trúnaðarstörf í þágu bæjarbúa og aflað mér víðtækrar þekkingar á öllum málaflokkum í rekstri bæjarins. Mér þykir vænt um bæjarfélagið og fólkið sem hér býr, ég vil sjá blómlegt mannlíf ásamt því að bærinn haldi áfram á þeirri vegferð að bæta þjónustu við bæjarbúa. Ég vil leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til sigurs næsta vor og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast í komandi sveitastjórnarkosningum.  

Ég er varaformaður bæjarráðs, formaður velferðaráðs, lista- og menningarráðs og öldungaráðs. Sit einnig ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga og hef gert það í tæp átta ár og setið fjögur ár í stjórn Strætó. 

kareneha@gmail.com

Kynningarmyndband