Kópavogur á mikla möguleika í ferðaþjónustu með framsýnni nýtingu Kópavogshafnar

375

Guðmundi Geirdal eru húsnæðismál mjög hugleikin. Hann segir að í dag eigi ungt fólk sem er að stofna heimili og vill fjárfesta í eigin húsnæði í miklum vandræðum með að útvega þau 20% sem krafist er til útborgunar. „Hvernig á fólk sem er á venjulegum launum eða jafnvel enn á skólabekk að safna fyrir útborguninni? þetta fólk er dæmt í dýrasta kostinn sem er hinn vanþróaði leigumarkaður.“

„Ég vill að skoðaður sé möguleiki á að bjóða upp á valkost sem væri þannig að samningur yrði gerður þar sem einstaklingur eða par tæki eign á leigu til fjögurra ára og greiddi aðeins leigu og vexti í þau ár, að þeim loknum tæki við venjulegur kaupsamningur þar sem leigan sem greidd var yrði útborgunin Lánastofnunin myndi sætta sig við að afborgun af eftirstöðvununum hæfist eftir þessi fjögur ár. Það mætti vel hugsa sér að hámarks verð á slíkum samningum væri t.d 20 miljónir. Vel mætti hugsa sér að byggingaaðilar sæju möguleika í því að byggja fyrir þennan markað. Þessi valkostur yrði sveitarfélaginu bæði ódýrari og varanlegri lausn heldur en að fara að stóraukabyggingar félagslegra íbúða. Að unga fólkið okkar, sem vill flytja að heiman og stofna eigið heimili horfi upp á okkur úrræðalaus er bara ekki boðlegt. Ég kalla eftir samhentum aðgerðum ríkis ,sveitarfélaga og lánastofnana.“

Guðmundur segir að Kópavogsbær eigi ónýttan möguleika til að taka þátt í þjónustu við ferðamenn sem koma til landsins. Kópavogshöfn er ákaflega vel staðsett til útsýnis ferða, bæði til fuglaskoðunar og hvala,höfnin er mjög veðursæl og sigling út skerjafjörðinn er ævintýri útaf fyrir sig. Veitingastaðir munu rísa við höfnina sem og annarskonar þjónusta.

„Ég er fylgjandi brú yfir Fossvoginn sem mun gera mannlífið við höfnina og á Kársnesi enn fjölbreyttara og skemtilegra,göngu og hjóla leið þar yfir mun verða svæðinu til frammdráttar. Við eigum stórkostleg íþróttamannvirki og þau vill ég nýta enn betur á sumrin fyrir æfingabúðir í hinum ýmsu greinum. Ég vill að í samstarfi við okkar ágætu íþróttafélög löðum við til okkar bæði þjálfara og iðkendur frá öllum heimshornum .Bærinn mun iða af lífi ,því þessum ungmennum fylgdi að sjálfsögðu fjölskyldur sem við tækjum vel á móti. Á þennan hátt gæti Kópavogur styrkt enn frekar hina jákvæðu íþrótta ímynd sem jú eitt helsta einkenni bæjarinns. Útivista og göngu leiðir eru einstakar í Kópavogi og héðan er örstutt út í óspilta náttúru og ef okkur ber gæfa til að varðveita og ganga vel um það sem okkur er treyst fyrir mun svo verða um ókomna tíð.“