Laugardagsfundur 18. febrúar

416

Alþingismaðurinn Vilhjálmur Árnason, nýkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins,
verður gestur næsta laugardagsfundar.

Hlutverk ritara er að sinna innanflokksmálum í Sjálfstæðisflokknum og sinna þannig grasrótinni.

Vilhjálmur mun fara yfir áherslur sínar sem nýr ritari og hvernig hann mun sem hluti af framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins samræma flokksstarfið og efla það um land allt.

Fundurinn fer fram laugardaginn 18. febrúar kl. 10:00, í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs, Hlíðasmára 19

Að venju verður heitt á könnunni og bakkelsi.

Félag sjálfstæðismanna í Kópavogi