Laugardagsfundur: Einkarekstur eða opinber rekstur?

364

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög áhugaverðan fund næstkomandi laugardag þann 7, apríl, kl. 10:00, í Hlíðasmára 19.

Framsögumaður á þessum fundi er Margrét Sanders formaður samtaka verslunar og þjónustu. Margrét mun flytja erindið einkarekstur eða opinber rekstur, hugarfarsbreytingar er þörf.

Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi