Laugardagsfundur: Ferðamál og stefnumörkun á Íslandi

351

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög spennandi fund um framtíðaverkefni landsins næstkomandi laugardag, þann 11. október, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Framsögumaður á fundinum er Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Erindi hennar mun fjalla um ferðaárið 2015 og hvað helst er framundan á sviði ferðamála og stefnumörkunar á Íslandi.

Á undan erindi Helgu mun Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Þorra, kynna stöðu mála þess félags stuttlega.

Stjórn hvetur alla sjálfstæðismenn til að mæta á þennan fund. Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Stjórn þakkar góðar viðtökur félagsmanna vegna útsendingar félagsgjalda, félagsgjöldin eru forsenda þeirrar starfsemi sem félagið rekur, og hvetur félagsmenn almennt til að greiða.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi