Laugardagsfundur: “Getur þjóðin haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda”

427

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög áhugaverðan og spennandi fund næstkomandi laugardag, þann 7. mars, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Erindi fundarins er: “Getur þjóðin haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda”

Framsögumenn fundarins eru Ólafur Elíasson tónlistarkennari og Ragnar F. Ólafsson félagssálfræðingur. Báðir eru þeir fulltrúar InDefence hópsins. Þeir munu fjalla um afnám gjaldeyrishaftanna.

Barátta InDefence hópsins í Icesafe málinu er mörgum í fersku minni.

Stjórn þakkar góða mætingu á fundi undanfarið og hvetur alla til að mæta.

Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi