Laugardagsfundur, síðasti fundur þessa árs

337

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi

Stjórn kynnir mjög áhugaverðan og fræðandi fund næstkomandi laugardag, þann 13. Desember, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Þessi fundur er sá síðasti á þessu ári.

Framsögumaður á þessum fundi er Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar.

Fundarstjóri er Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og bæjarfulltrúi.

Stjórn hvetur alla til áhugasama til að mæta á þennan fund. Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Stjórn þakkar góðar viðtökur félagsmanna vegna útsendingar félagsgjalda, félagsgjöldin eru forsenda þeirrar starfsemi sem félagið rekur, og hvetur félagsmenn almennt til að greiða.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi