Lista- og fjölskyldugarður í hjarta Kópavogs

494

Eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lítur að því svæði sem er í hjarta menningartorfu bæjarins.  Ágreiningur hefur verið um bílastæði sem þjónar þessum stofnunum en með því  að endurskipuleggja þetta svæði og nýta betur bílastæðin nær kirkjunni má sjá fyrir sér svæði sem mun með réttum áherslum og hugmyndaauðgi iða af lífi og spennandi tækifærum.

Eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lítur að því svæði sem er í hjarta menningartorfu bæjarins.  Ágreiningur hefur verið um bílastæði sem þjónar þessum stofnunum en með því  að endurskipuleggja þetta svæði og nýta betur bílastæðin nær kirkjunni má sjá fyrir sér svæði sem mun með réttum áherslum og hugmyndaauðgi iða af lífi og spennandi tækifærum.

Sjálfstæðisflokkurinn vill skipuleggja lista og fjölskyldugarð í þessari miðju við rætur holtsins þar sem að Kópavogskirkju ber við himinn.  Við sjáum fyrir okkur að með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til þess að koma og njóta fegurðar holtsins og nálægðarinnar við menningarstofnanirnar mætti efla grundvöll þess til dæmis, að reka kaffihús í Gerðarsafni.  Með endurskilgreindum opnunartíma og útiaðstöðu fyrir listamenn s.s.tónlistarfólk, leikara eða dansara má sjá fyrir sér að þessi garður myndi draga að fólk og ferðamenn hvaðaæva að.  Nemendur Tónlistaskólans eða aðrir áhugamenn gætu komið út til þess að æfa músík um leið og borð og stólar væru dregin út úr kaffistofunni á góðviðrisdögum. Auðvelt væri að skjótast inn á bókasafnið og ná sér í lestrarefni eða leyfa krökkunum að kíkja á hvað Náttúrufræðistofan hefur að geyma.  Sýningargestir Salarins gætu endað menningarupplifun sína í notalegu umhverfi kaffistofu Gerðarsafns með útsýni út í listagarðinn og glæsilega innisýningu fyrir augum.  Með litlum tilkostnaði mætti vera með létt tjöld yfir hluta garðsins sem enn myndi auka nýtingargildið.

Lista og fjölskyldugarðurinn gæti notið ákveðinnar sérstöðu ef af honum verður. Í hann væri skemmtilegt að skipuleggja og hanna verk eftir ýmsa listamenn sem myndu taka tillit þess að á list á ekki bara að horfa á, heldur  einnig að njóta og finna! Listaverkin sem í garðinum væru yrðu helst hönnuð á þann veg að þau mætti snerta og nýta jafnvel sem leiktæki fyrir börn. Einnig er þegar fyrir á þessum stað ágætis púttvöllur sem myndi falla vel inn í umhverfið.

Þessi skipulagsbreyting tekur tillit til þess að efla menningarsstofnanirnar okkar enn frekar og um leið dregur hún fram hjarta Kópavogs. Flest þekkjum við aðdráttarafl Austurvölls í Reykjavík á góðviðrisdögum, hér í Kópavogi getum við gert enn betur og laðað að ýmsar uppákomur tengdar svona garði og aðstöðu vegna nálægðarinnar við menningartengda afþreyingu.

Áfram Kópavogur