Margrét Friðriksdóttir

1083

Margrét Friðriksdóttir gegnir stöðu skólameistara Menntaskólans í Kópavogi og hefur gert það sl. 20 ár  en starfaði áður við skólann sem framhaldsskólakennari og aðstoðarskólameistari frá 1982.

Margrét lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1977, BA-prófi í íslenskum fræðum frá  Háskóla Íslands árið 1983 og MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ árið 2005, með áherslu á innra mat í skólum og gæðastjórnun.

Margrét hefur verið virk í félags- og menntamálum og varsæmd hinni íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sínárið 2007.

Margrét var formaður Samtaka móðurmálskennara, formaður Skólameistarafélags Íslands og fulltrúi þeirra í Evrópusamtökum og Alþjóðasamtökum skólastjórnenda.Margrét var stofnfélagi í Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi árið 2000 og var forseti  klúbbsins 2003-2004. Þá var Margrét valin Umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins 2010-2011og situr enn í umdæmisráði, hún var sæmd Paul Harris orðu Rótarý 2011.

Margrét er félagi í Delta, Kappa, Gamma, félagi kvenna í fræðslustörfum og situr og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum stjórnvalda s.s. um nám í ferðaþjónustu, nám í hótel- og matvælagreinum, skipulag náms í framhaldsskólum, endurmenntun kennara, gæðastjórnun, jafnréttismál o.fl.

Þá var Margrét heiðruð af Kópavogsbæ 2011 fyrir framlag til jafnréttismála. Margrét er stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar og situr í stjórn Iðnmenntar.

Margrét hefur verið búsett í Kópavogi á þriðja áratug en er Skagfirðingur að uppruna. Hún er gift Eyvindi Albertssyni, endurskoðanda og eiga þau einn son  Bjarna Þór Eyvindsson sem er læknir og búsettur í Edinborg. Hann er kvæntur Lindu Björk Hafþórsdóttur  og eiga þau fjögur börn á aldrinum 6 til 20 ára.