Margrét Björnsdóttir

536

Margrét hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs sem bæjarfulltrúi frá árinu 2009 og sem varabæjarfulltrúi frá árinu 2002.

Trúnaðarstörfin sem hún hefur gegnt fyrir Sjálfstæðisflokkin í Kópavogi á undanförnum 12 árum eru fjölmörg, þ.á.m. formennska í umhverfis- og samgöngunefnd, áður umhverfisráði og varaformennska í skipulagsnefnd auk þess sem hún hefur setið skólanefnd. Einnig hefur hún tekið virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, þ.á.m. sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar og sem stjórnarmaður í umhverfis-, skipulags- og auðlindanefnd, í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna og í stjórn flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.

Margrét er innfæddur Kópavogsbúi. Hún býr að umfangsmikilli þekkingu á málefnum bæjarins og sögu og hefur getið sér orðs fyrir öflugt starf að félagsmálum, s.s. innan skátahreyfingarinnar og skógræktarfélags Kópavogs. Einnig er bakgrunnur Margrétar í íþróttahreyfingunni langur og víðtækur og var hún nýlega heiðruð fyrir störf sín af ÍSÍ og Siglingasambandi Íslands. Þá var Margrét fyrst kvenna skipuð forseti kirkjuþings en á kirkjuþingi hefur hún setið samfellt um átta ára skeið og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum.

Margrét er stúdent frá Kennaraháskólaskóla Íslands og lagði stund á jarðfræði við Háskóla Íslands á árunum 1979-1981, auk þess sem hún hefur lokið ýmsum námskeiðum hjá Endurmennun H.Í. Eiginmaður hennar er Kristján Leifsson og saman eiga þau fimm uppkomin börn.

„Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi hefur með samstilltu átaki tekist að stöðva hallarekstur bæjarfélagsins og gott betur. Meginmarkmið okkar um afgang af rekstri bæjarsjóðs hafa öll gengið eftir sem hefur gert okkur kleift að greiða skuldir hraðar niður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þennan frábæra árangur getum við aðallega þakkað framsýnni skipulagsvinnu og ábyrgri fjármálastjórn sem hefur stuðlað að því að lóðasala hefur gengið eftir. Ef fram heldur sem horfir ná fjármál bæjarins öruggri höfn þegar árið 2016, sem hlýtur að hafa talist fremur fjarlægt markmið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór fyrir myndun nýs meirihluta áður kjörtímabilið var vart hálfnað.“

„Afar brýnt er að sá góði árangur sem náðst hefur nýtist til framtíðar litið. Nýta verður það lag sem nú er og klára málin. Sjaldan eða aldrei hefur því verið mikilvægara að stuðla að stöðugleika í stjórn bæjarins og góðum vinnufrið.“

Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir
á margretb@centrum.is eða í farsíma 698 3579.