fbpx

Áherslur okkar

Öflug menning – lifandi mannlíf

Auðugt menningarlíf eykur lífsgæði og vellíðan. Við viljum að allir íbúar Kópavogs fái notið lista og menningar, bæði sem þátttakendur í sinni listsköpun eða sem neytendur lista.

Lista- og menningarlíf eflir mannlífið í bænum. Við viljum að Kópavogur verði þekktur fyrir öflugt menningar- og listalíf og að íbúar á öllum aldri taki virkan þátt og sæki það sem í boði er í menningarhúsum Kópavogs, hvort sem um ræðir fræðslu og vísindamiðlun, listsýningar eða tónleika og aðra viðburði. Öflugt og fjölbreytt starf í menningu og listum styrkir bæjarbrag, eykur víðsýni og örvar samfélagið í heild og um leið efnahagslega framþróun þess. 

  • Við ætlum að úthluta árlega menningarávísun til Kópavogsbúa og efla þannig þátttöku bæjarbúa í sínum eigin menningarhúsum.
  • Aukin vitund eykur aðsókn, styrkir rekstrargrundvöll starfseminnar og gerir Kópavog að eftirsóttari menningarvettvangi og stað til að búa á.
  • Við viljum efla lista- og menningarlífið í bænum með því að vinna markvisst að því að fá fleiri erlenda listamenn og þekktar listahátíðir til Kópavogs.
  • Vinnum með fagaðilum og listaskólum til að tengjast betur upprennandi listamönnum úr Kópavogi.
  • Við ætlum að tryggja áfram frjóan jarðveg sem stuðlar að virkri listsköpun og auðveldar listafólki að skapa sína eigin viðburði.
  • Við viljum finna hentuga staðsetningu fyrir menningarmiðstöð í efri byggðum Kópavogs.