Nýkjörin stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi

527

Sjálfstæðisfélag Kópavogs hélt aðalfund þann 22. febrúar 2018 síðastliðin.

Sigurður formaður fór yfir starf vetrarins sem hefur aðallega verið fólgið í laugardagsfundunum með mjög fjölbreyttum frummælendum. Einnig sagði hann frá Páskaeggjaleitinni sem var í Guðmundarlundi og tókst með miklum ágætum.

Ný stjórn Sjálfstæðisfélagsins var skipuð og voru eftirfarandi aðilar kjörnir til stjórnar.

Sigurður Sigurbjörnsson, Kristín B. Alfredsdóttir, Kristján Friðþjófsson, Sunna Söbeck, Unnur Berglind Friðriksdóttir, Örn Thorsteinsson og Davíð Snær Jónsson.
Til vara voru Lárus Axel Sigurjónsson, Þorvaldur Sigmarsson og Magnús Þorsteinsson kjörnir.

Mynd ©Geir A. Guðsteinsson