Óli Björn Kárason

473

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis apríl–september 2010, október 2013, mars, október og desember 2014, nóvember og desember 2015, apríl 2016 og október 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Sauðárkróki 26. ágúst 1960. Foreldrar: Kári Jónsson (fæddur 27. október 1933, dáinn 19. mars 1991) stöðvarstjóri Pósts og síma og Eva Mjallhvít Snæbjarnardóttir (fædd 7. ágúst 1930, dáin 5. apríl 2010) skólastjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Maki: Margrét Sveinsdóttir (fædd 27. september 1960) framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Foreldrar: Sveinn Elías Jónsson og Ása Marinósdóttir. Börn: Eva Björk (1983), Kári Björn (1991), Ása Dröfn (1999).

Stúdentspróf MA 1981. BS-próf í hagfræði frá Suffolk University í Boston 1989.

Framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðismanna, SUS, 1982–1983. Blaðamaður á Morgunblaðinu 1984–1987 og 1991. Fréttaritari Morgunblaðsins í Bandaríkjunum 1988–1990. Framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1991–1993. Stofnandi og ritstjóri Viðskiptablaðsins 1994–1999. Stjórnandi og umsjónarmaður útvarpsþátta um viðskipti og efnahagsmál á Bylgjunni 1997–1999. Ritstjóri DV 1999–2003. Útgefandi Viðskiptablaðsins 2003–2007. Ritstjóri Amx.is 2008. Sjálfstætt starfandi blaðamaður og ráðgjafi 2009–2013. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2014. Útgefandi og ritstjóri Þjóðmála, tímarits um stjórnmál og menningu, 2015–2016. Höfundur bókanna Valdablokkir riðlast 1999, Stoðir FL bresta 2008, Þeirra eigin orð 2009, Síðasta vörnin – Hæstiréttur á villigötum í eitruðu andrúmslofti 2011 og Manifesto hægri manns 2012.

Í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1981–1984. Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1982–1984, formaður 1983–1984. Ritstjóri Vökublaðsins 1982–1983 og Stefnis, tímarits Sambands ungra Sjálfstæðismanna, 1983. Í stúdentaráði HÍ 1983–1985. Í nefnd fjármálaráðherra um stofnanir ríkisins sem eru til fyrirmyndar varðandi þjónustu, hagræðingu í rekstri og nýjungar í starfsemi sinni 1996. Í nefnd um endurskoðun laga um Háskóla Íslands 1998. Í nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar 2013–2016.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis apríl–september 2010, október 2013, mars, október og desember 2014, nóvember og desember 2015, apríl 2016 og október 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2017– (formaður 2017–), atvinnuveganefnd 2017, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2017.