Ólöf Nordal

429

Þær sorglegu fréttir bárust okkur í dag að Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra væri látin, 50 ára að aldri. Það er sárt að horfa upp á hvað lífið getur stundum verið óréttlátt, þegar einstaklingingar er teknir svo fljótt, frá fjölskyldu, vinum og okkur öllum. Ólöf var mikilsmetinn stjórnamálamaður, kraftmikil og áræðin líkt og við Sjálfstæðismenn í Kópavogi þekktum vel af fundum okkar með henni hér í bæ.

Við vottum eftirlifandi eiginmanni hennar Tómasi Má Sigurðssyni og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.

Fyrir hönd stjórnar Sjálfstæðisfélags Kópavogs, Sigurður Sigurbjörnsson