fbpx

Ómar Stefánsson

Forstöðumaður

Býður sig fram í 4. sæti

Ómar Stefánsson var bæjarfulltrúi á árunum 2002-2014, á kröftugum og krefjandi tíma í uppbyggingu  Kópavogs. Hann býr yfir mikilli reynslu. Hefur m.a. setið í byggingarnefnd, skipulagsnefnd, verið formaður og varaformaður bæjarráðs og var í framkvæmdaráði og hafnarstjórn. Einnig sat hann í stjórn Sorpu á árunum 2012-2014. Ómar vann í bæjarstjórn af hugsjón og einurð og hefur ávallt borið hag bæjarbúa og bæjarfélagsins fyrir brjósti.

Af þeim verkum sem Ómar er hvað stoltastur af frá þessum tíma er kraftmikil uppbygging bæjarins þar sem byggðir voru 5 nýir leikskólar á þessum árum og 2 grunnskólar. Einnig má nefna uppbyggingu íþróttamannvirkja m.a. Kórinn, Fagrilundur og ný stúka við Kópavogsvöll. Bætt aðstöða íþróttafélaga og almennings til íþróttaiðkana s.s. Salalaug og innisundlaug við Kópavogslaug. Aðbúnaður aldraðra var bættur með tilkomu Boðaþings, aukinnar heimaþjónustu og fjárstyrks til hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar.  

Ómar vill sjá meiri varkárni í fjármálum bæjarins og aðhald í rekstri. Hann vill ljúka við Vatnsendamálið, hugnast ekki útfærsla Borgarlínu eins og hún er nú sett fram. Byggja þarf nýjan leikskóla, en nýr leikskóli hefur ekki verið byggður í Kópavogi í 8 ár. Auka þarf þjónustu við barnafjölskyldur. Heimsmarkmiðavísitölu Kópavogsbæjar eigum við að nýta betur við rekstur bæjarins og þjónustu við íbúa.   

Ómar Stefánsson óskar eftir þínum stuðningi í 4. sæti.   

hannomar@vivaldi.net

Kynningarmyndband