fbpx

Rúnar Ívarsson

Markaðsfulltrúi

Býður sig fram í 6. sæti

Ég hef brennandi áhuga á samfélagi okkar og langar að vera hluti að því að sjá það vaxa og gera gott enn betra. Mig langar að kynnast Kópavogi betur, bæði fólkinu og stjórnsýslu og tel að ég geti lagt ýmislegt að mörkum. Ég er jákvæður og hef mjög gaman að vinna með fólki og á gott með mannleg samskipti.

Ég lít á öll mál sem verkefni til úrlausnar en ekki vandamál og kýs að láta verkin tala.  

Skólamál, umhverfismál, málefni eldri borgara, tómstunda- og íþróttamál eru mér alltaf ofarlega í huga.  

Þegar ég flutti í Kópavog árið 1991 var íbúafjöldi um 16.500 manns og er núna ca 38.000.  

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi á mikinn þátt í því hvað bærinn okkar hefur vaxið og dafnað og ég vil gjarnan vera hluti af því að fylgja því verkefni áfram.

Ég óska stuðnings þíns í 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Rúnar Ívarsson

runar@margtsmatt.is

Kynningarmyndband