fbpx

Sigvaldi Egill Lárusson

Fjármála- og rekstrarstjóri

Býður sig fram í 2 – 3. sæti

Kæru Kópavogsbúar, ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til að þjónusta íbúa Kópavogs og býð mig fram í 2. – 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Ástæða þess að ég býð fram þjónustu mína er brennandi áhugi á að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Að vera stöðugt að leita leiða til að gera enn betur og bæta þjónustu við íbúa bæjarins.   

Áherslumálin mín eru fyrst og fremst málefni fjölskyldunnar, leikskólamálin, velferðarmál og hagkvæmni og skilvirkni í rekstri með sem lægstar álögur á íbúa og fyrirtæki.  

Ég legg metnað minn í það að umgjörð og þjónusta við fjölskyldur og sérstaklega barnafólk í Kópavogi verði með besta móti og við séum stöðugt að leita leiða til að gera þar enn betur. Ég tel að með þessu bætum við samfélagið okkar, aukum lífsgæði hjá ungum sem öldnum og löðum til okkar fjölbreyttar fjölskyldur í bæinn.   

Ég er 36 ára gamall og bý á Kársnesinu í Kópavogi. Ég hef starfsreynslu bæði frá einkageiranum og þeim opinbera. Ég starfaði í 10 ár hjá Landsbankanum, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Ég hef starfað samanlagt í 6 ár sem fjármálastjóri hjá tveimur opinberum stofnunum og núverandi starf mitt er fjármála- og rekstrarstjóri Hafrannsóknastofnunar. 

Ég er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Ég hef alltaf verið óhræddur að sækja mér aukna þekkingu og tekið ótal námskeið bæði lengri og styttri. Í dag er ég í náminu verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun sem ég stefni á að klára núna í vor. 

Ég er í sambúð með Hrefnu Sif Jónsdóttur framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Tix. Við Hrefna eigum tvö börn, þau Elmu Margréti, sem verður 8 ára í sumar og Lárus Heiðberg, en hann verður 3 ára í mars. 

Ég tel að reynsla mín, menntun og það viðhorf að vera stöðugt að gera betur hafi fullt erindi í bæjarstjórn Kópavogs með það að markmiði að þjónusta íbúa bæjarins sem best með þeirra hagsmuni ávallt að leiðarljósi.

sigvaldi.egill@gmail.com

Kynningarmyndband