Sjálfstæðiskvennafélagið Edda fagnar 60 ára afmæli

403

SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ EDDA FAGNAR 60 ÁRA AFMÆLI MEÐ SKEMMTIFUNDI

Konur í Kópavogi eru boðnar á skemmtifund föstudaginn 23. maí næstkomandi Í Naustavör 20, félagsheimili siglingarklúbbsins Ýmis í Kópavogi, frá klukkan 17:00 – 19:00.
Fyrirkomulagið verður með sniði Káta kampavínsklúbbsins. Þú býður með þér góðri vinkonu og saman komið þið með eina freyði- eða léttvínsflösku.
Hallór Jón syngur nokkur lög. Þá verður hið margrómaða happdrætti og sölukynning á snyrtivörum.

Gestir kvöldsins:
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK
Karen Halldórsdóttir, MA mannuðsstjórnun
Hjördís Johnson, kynningarstjóri
Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar

Fundarstjóri:
Sigríður Kristjánsdóttir, formaður Eddu félags sjálfstæðiskvenna í Kópavogi

 

Skemmtifundur