fbpx

Áherslur okkar

Við erum vakandi yfir framtíðinni

Það er hlutverk sveitarfélaga að þjónusta íbúa en ekki öfugt. Nýjar og stafrænar tæknilausnir ráða því hvers konar þjónustu bærinn veitir til framtíðar. Við ætlum að tryggja að Kópavogur verði leiðandi í stafrænni vegferð og þjónustu.

Nýjar og stafrænar lausnir spara bæjarbúum sporin, tíma og fjármagn. Með því að hafa þjónustuna í lagi sköpum við forsendur fyrir því að byggja upp samfélag þar sem okkur líður vel, þar sem við viljum að börnin okkar fari í skóla og þar sem við viljum verja bestu árunum. Verum snjöll, því framtíðin er í Kópavogi.

  • Fjárfestum í þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki Kópavogs með tæknilausnum. Þannig spörum við fjármagn og tíma bæjarbúa. Við viljum tækni sem svarar erindum hratt og örugglega, rafrænar tímabókanir hjá sérfræðingum bæjarins sem spara tíma og rafræn eyðublöð sem minnka umstang. Við ætlum að innleiða snjallar lausnir á sem flestum sviðum.
  • Við ætlum að fjárfesta í Kópavogsappinu. Íbúa vilja vita hvenær ruslið er tekið eða götur sópaðar og hvar finna má grænu svæðin og göngu- og hjólastíga í nærumhverfi. Við ætlum að gera slíkar upplýsingar og fleiri til aðgengilegri. 
  • Í Kópavogi býr snjallt fólk og við viljum hlusta á hugmyndir þess. Við ætlum að útvíkka verkefnið Okkar Kópavogur og heyra í unga fólkinu, barnafjölskyldum, eldri bæjarbúum og starfsfólki bæjarins. Þannig gerum við Kópavog enn betri, saman!
  • Lifandi bæjarfélag býður upp á fjölbreytta viðburði. Við viljum setja upp viðburðadagatal sem er þá aðgengilegt í símum bæjarbúa. Með einum smelli geta bæjarbúar lesið sér til um hvaða viðburðir eru í gangi hverju sinni, hvort sem snýr að menningu, afþreyingu eða þjónustu í bænum.