Styrktarleikur fyrir Bjarka Már Sigvaldsson og fjölskyldu

437

Styrktarleikur á milli HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla í fótbolta fer fram fimmtudaginn 29. nóvember. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður spilaður í Kórnum í Kópavogi. 

Bjarki hefur undanfarin sex ár háð erfiða baráttu við krabbamein og nú segja læknar að ekkert sé við ráðið og hann eigi stutt eftir. Kópavogsfélögin HK og Breiðablik vilja taka höndum saman með því að tileinka Bjarka Má og fjölskyldu leikinn.

Við hvetjum Kópavogsbúa og aðra gesti til þess að koma í Kórinn og styrkja Bjarka og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. 

Frjáls framlög og þeir sem ekki komast á leikinn geta lagt sitt að mörkum með því að leggja inná styrktar reikning fjölskyldunnar 
130-26-20898, kt. 120487-2729.