,,Taka þarf upp samtal við ríkið“

446

Stærsti útgjaldaliður sveitafélaga er rekstur grunnskóla. Sveitafélögin tóku við rekstri grunnskóla frá ríkinu árið 1996 og hefur ýmislegt breyst í skólastarfi eftir þann tíma og hefur rekstur hans þyngst og flækjustig aukist. Má þar með nefna einsetningu grunn-skólans og breytingar á aðalnámsskrá og var það bætt með eingreiðslu frá ríkissjóði á sínum tíma. Einnig voru lög um skóla án aðgreiningar samþykkt árið 2008 og reglugerð um nemendur með sérþarfir innleidd árið 2010. Þessar miklu breytingar voru lagðar fram með það að sjónarmiði að uppfylla samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Margar úttektir hafa verið gerðar eftir innleiðingu og unnið er markvisst eftir tillögum til bragarbótar á þessari stefnu. Umfjöllunarefni þessarar greinar er hins vegar ekki skóli án aðgreiningar heldur nýtt verk efni grunn skóla sem hefur ekki hlotið eins mikla athygli og er að mörgu leyti stefnu-breyting á grunn skóla starfi sem er mót ttaka nemenda með annað móður mál en íslensku.

Skóla án aðgreiningar fylgdi fjármagn, sem var alls ekki nægilegt að margra mati, en átti að kosta þessa stefnuinnleiðingu. Hins vegar hefur verkefninu móttaka barna af erlendum uppruna ekki fylgt fjármagn nema að mjög litlu leiti og þá aðeins frá Jöfnunarsjóði Sambands sveitafélaga. Þaðan er útdeilt beint út á kennitölur 130 þúsund krónum per barn og er allur sá stuðningur sem ríkið leggur til þessa hóps. Það er okkur öllum ljóst að íslenskt samfélag hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Hér eru mörg þjóðarbrot sem annað hvort dvelja hér stutt vegna atvinnu eða hafið kosið að búa hér varanlega. Við þurfum á þessu vinnuafli að halda í þjóðhagslegu samhengi og fjölbreytileikinn er vissulega til bóta. En þessum nýja hópi fólks fylgja iðulega börn og fjölskyldur sem þarf að þjónusta og þá er nauðsynlegt að horfa sérstaklega til grunn og leiksskólastarfs. Báðir þessir málaflokkar tilheyra rekstri sveitafélaga og eru eins og áður sagði fyrirferðamikill í fjármálum bæjarstjórna.

Við erum fámenn þjóð og verður vera erlends vinnuafls og fjölskyldna þeirra mjög auðveldlega áberandi í fábrotnu samfélagi. Þetta er sjáanlegt í starfi grunnskóla og vil ég hér sérstaklega nefna aukið álag sem því fylgir. Það er sameiginlegur ábyrgðarhluti allra að auðvelda aðlögun barna af erlendum uppruna að íslensku samfélagi. Það er alltaf ákveðin hætta á einangrun og aðgreiningu ef okkur tekst ekki nægilega vel með það verkefni. Má nefna hér sérstaklega áhyggjur af brottfalli þessara nemenda úr framhaldsskólum og sitt sýnist hverjum um helstu ástæðurnar fyrir því, allt frá tungumálaörðugleikum til breytileika á menningu og hefðum. Eins og áður sagði er framlag ríkisins til grunn og leiksskóla aðeins um 130 þúsund krónur og eina viðmiðið sem notast er við er listi kennitalna sem sveitafélög senda frá sér. Ég tel að sveitafélög þurfi að taka upp samtal við ríkið um þetta viðbótarverkefni sem hefur lagst á skólastarf sveitafélaganna án þess að það hafi í raun hlotið neina opinbera umræðu. Allur kostnaður sem fylgir því að aðlaga þessa nýju Íslendinga lendir því á bæjarsjóðum sem hafa ekki marga tekjustofna til þess að koma til móts við þetta mikilvæga verkefni. Enn erum við að kljást við innleiðingu skóla án aðgreiningar sem hefur meðal annars leitt í ljós að starfsfólk hefur ekki fengið nægilega menntun og þjálfun til þess að koma til móts við slíka stefnu. Því má segja að þetta verkefni hafi bæst við verkefnaálag menntastofnana án mikillar umræðu sveitafélaga við ríkið.

Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður lista- og menningarráðs.