Takk fyrir mig

421

Síðustu tvær vikurnar hafa verið viðburðaríkar og fræðandi fyrir mig, ég er búinn að eiga samræður við fleiri íbúa Kópavogs á þessum vikum en nokkurntíman áður. Ég hef fengið að kynnast því sem brennur á íbúum bæjarins bæði gott og slæmt.

Í einhverjum tilvika fann ég að búið var að hringja of oft í viðkomandi, heyrði raddir í bakgrunni „mamma hvenær kemur matur“, og í eitt skipti sáran barnsgrát. Það lét ég vera mína síðustu hringingu það kvöldið, kvaddi skömmustulegur og hugsaði að ég væri nú meira fíflið, hvað var hún að svara, en auðvitað vissi blessuð móðirinn sem var að reyna að svæfa ekki að þetta væri bara enn einn frambjóðandinn.

Ég hef lært mikið af þessum samtölum, fundið fyrir erfiðleikunum sem fólk hefur þurft að glíma við og þránni eftir að allt batni.
En einnig hef ég skynjað þá miklu orku sem býr í íbúum Kópavogs, framkvæmdargleðina og þörfina til að skapa. Kallið eftir stöðugleika er hávært.

Ég vill þakka ykkur öllum fyrir þessi samtöl og jafnframt biðst ég afsökunar á ónæðinu sem ég hef valdið einhverjum,en þessi samtöl mín við ykkur voru mér nauðsynleg til að vita hvar og hvernig hjartað slær í Kópavogi.

Takk fyrir mig þið sem studduð mig. Ég mun standa þétt að baki þeim sem veljast á lista Sjálfstæðis manna hvernig sem fer.

Guðmundur Geirdal.