Teygjustökk af brú

455

Það er allt að gerast í Kópavogi, nýtt aðalskipulag gerir ráð fyrir miklum breytingum á Kársnesinu, þar sem byggðar verða margar íbúðir á þessum frábæra stað ásamt því að bæta aðgengi gangandi og hjólandi um Kársnesið og fegra allt svæðið.
Göngu og hjólabrú verður byggð yfir Fossvoginn þannig að möguleikar skapast fyrir ungt fólk að búa á Kársnesinu meðan það stundar t.d., nám í háskólanum. En til að svo megi verða þarf að tryggja framboð lítilla íbúða á skaplegu verði.
Það er í mínum huga lykilatriði að svæðið næst sjónum verði óbyggt þannig að allir íbúar Kópavogs geti notið þess að ganga eða hjóla meðfram ströndinni og að á þeirri leið verði nokkrir staðir til að setjast niður og njóta sjávarloftsinns og útsýnis sem er frábært á þessari leið.
Kársnesið á eftir að iða af lífi. Upp af höfninni munu rísa veitingastaðir og kaffihús sem frábært yrði að tilla sér á eftir að hafa farið í siglingu um Skerjafjörðinn og horfa á sólarlagið bera við Snæfellsjökul. Svo ég tali nú ekki um norðurljósin sem eru eins og allir vita sem komið hafa á nesið, hvergi fegurri á að líta en einmitt frá Kársnesinu.

Mynd af breyttu Kársnesi

Tilkoma brúarinnar á eftir að breyta miklu og er í raun liður í áætlun Sjálfstæðisflokksinns um lagningu göngu og hjólreiða stíga. Með tilkomu hennar verður hægt að hjóla meðfram sjónum frá Smára og alveg út á Granda.
Síðan er það mín skoðun að eftir nokkur ár eigum við að fá göng undir Fossvoginn fyrir bílaumferð sem myndi létta mjög á þeim götum sem fyrir eru.