Þorgerður K. Gunnarsdóttir

481

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík þann 4. október 1965. Hún útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæði í Hafnarfirði og á landsvísu. Var hún í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og sat einnig sem varaformaður í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði. Í október árið 2005 var hún kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins og gegndi því embætti hátt á fimmta ár eða þar til hún sagði af sér í apríl árið 2010. Þorgerður Katrín var fyrst kjörin á þing árið 1999 fyrir Reykjaneskjördæmi en eftir kjördæmabreytingu fyrir Suðvesturkjördæmi.

Þorgerður Katrín er gift Kristjáni Arasyni, Hafnfirðingi og viðskiptafræðingi. Þau eiga 3 börn, Gunnar Ara, Gísla og Katrínu Erlu. Þorgerður og fjölskylda eru öll FH-ingar.