Þú ert frábær nákvæmlega eins og þú ert

460

Á síðustu 3.árum hafa 30 ungmenni tekið eigið líf og aðrir 32 hafa hafa látið lífið eftir að hafa ánetjast fíkniefnum 52 ungmenni innan við 25 ára aldur á aðeins þremur árum.

Þessar staðreyndir eru þungbærar og sorgin sem af þeim hlýst er óbærileg . Margar fjölskyldur með opin sár sem aldrei gróa.

Ég velti fyrir mér hvort geti verið að álag á börn og unglinga í okkar samfélagi sé of mikið,

Samanburðurinn við aðra sem sjást á samfélagsmiðlum svo fullkomnir að meðal maðurinn er harla lítilfjörlegur svo ekki sé meira sagt.

Getur verið að stytting menntaskólanns í þrjú ár hafi verið röng ákvörðun ? Ég er allavega þeirrar skoðunar að eðlilegra hefði verið að stytta námið grunnskóla megin um einn vetur sérstaklega þar sem öll börn fara orðið í leikskóla og þar er raunverulega námið hafið.

Það er mikil pressa á börnunum okkar á frammhaldsskóla árunum og hún kemur úr mörgum áttum. Mörg eru að æfa íþróttir og þar dugar engin meðalmennska, allir ætla að verða atvinnumenn enda höfum við foreldrarnir staðið á bakvið börnin okkar og sagt þeim að ef þau leggi nógu hart að sér þá geti þau það alveg. En það er á þessum árum sem 99% þeirra komast að því að þau eru ekki nógu góð,  mörg þeirra komast ekki einu sinni í” liðið “ þegar niðurskurðurinn hefur átt sér stað. En við sögðum þeim að ef þau leggðu sig næginlega fram gætu þau alveg komist alla leið.  Við reynum  að leiðrétta orð okkar sem voru jú, vel meint og áttu bara að vera hvatning. Við förum þá í að segja eitthvað annað til að byggja upp brotinn einstakling, segjum að þjálfarinn hafi brugðist, nú eða hinir í liðinu . En mörgum börnum líður á þessum tímamótum eins og þau hafi brugðist, þau hafi ekki lagt sig næginlega framm. Sjálfsmyndin er brotinn.

Það er óumdeilt að íþróttir stuðla samt sem áður að heilbrigði þeirra sem þær stunda en kannski er niðurskurðurinn á þessum árum full brattur og kannski ættum við foreldrar að stilla væntingum okkar í hóf.

Þetta eru líka árin sem margir kynnast áfengi og fíkniefnum en besta aðferðin til að standast þá böl sem oftast fylgir slíku  er að einstaklingurinn sé með sterka sjálfsmynd og ánægður með sjálfan sig.  Þori að segja” nei takk ég nota ekki svoleiðis”

Kannski ættum við að ala á ögn raunhæfari markmiðum sem byggja einstaklingin upp frekar en að brjóta hann niður, segja  oftar hvað okkur þykir óendanlega vænt um börnin okkar nákvæmlega eins og þau eru.

Guðmundur Geirdal